Komum heiminum í ?lag? - Tónleikar á Rósenberg á laugardagskvöld

Laugardagskvöldið 22. október kl 22:00 verður lokatónninn sleginn í kynningarátakinu „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ sem snýst um gildi og mikilvægi þróunarsamvinnu. Þróunarsamvinnustofnun stendur fyrir átakinu í samstarfi við frjáls félagasamtök. Þá munu þekktir tónlistarmenn stíga á stokk á Café Rósenberg og flytja lög sem þeir sömdu við lagatexta sem saminn var sérstaklega af þessu tilefni. Þetta eru þau Jón Jónsson, Friðrik Dór, Magni Ásgeirsson, Ragnheiður Gröndal, Védís Hervör og Varsjárbandalagið. Aðgangseyrir er 1.500 krónur.

Laugardagskvöldið 22. október verður lokatónninn sleginn í kynningarátakinu „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ sem snýst um gildi og mikilvægi þróunarsamvinnu. Þróunarsamvinnustofnun stendur fyrir átakinu í samstarfi við frjáls félagasamtök.Þekktir tónlistarmenn munu stíga á stokk á Café Rósenberg og flytja lög sem þeir sömdu við lagatexta sem saminn var sérstaklega af þessu tilefni. Þetta eru þau Jón Jónsson, Friðrik Dór, Magni Ásgeirsson, Ragnheiður Gröndal, Védís Hervör og Varsjárbandalagið.

Makmið átaksins er að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt, vannæringu og ójöfnuði í heiminum.

Undirtitill átaksins í ár var „Komum heiminum í lag“ en félagasamtökin fengu landsþekkta tónlistarmenn til að leggja málefninu lið og koma skilaboðum átaksins í „lag“. Tónlistarmennirnir sömdu fimm mismunandi lög við texta Sævars Sigurgeirssonar og hefur eitt lag verið frumflutt á dag á Rás 2 og netinu þessa vikuna. Þessir tónlistarmenn koma fram á tónleikunum á Rósenberg. Þá hefur almenningur spreytt sig á lagasmíð við texta Sævars og sent inn lög á Fésbókarsíðu átaksins. Eitt þessara laga verður valið til flutnings á tónleikunum á laugardagskvöldið.

Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og aðgangseyrir er kr. 1.500.

Að átakinu standa ABC barnahjálp, Afríka 20:20, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna – UNICEF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði krossinn, Samband íslenskra kristniboðsfélaga, SOS barnaþorpin á Íslandi, UN Women og Þróunarsamvinnustofnun Íslands.