Kraftaverkastúlkan Winnie frá Haítí

Winnie, sem var tæpra tveggja ára, fannst í rústum og fékk m.a. hjálp frá tökuliði frá ástralskri sjónvarpsstöð sem var að mynda skammt frá höfuðstöðvum Barnaheilla

 

Starfsfólk Barnaheilla - Save the Children á Haítí hlúði að stúlkubarni sem fannst í húsarústum síðdegis á föstudegi, nær þremur dögum eftir að jarðskjálfti gereyðilagði stóran hluta höfuðborgarinnar Port-au-Prince. Winnie, sem var tæpra tveggja ára, fannst í rústum og fékk m.a. hjálp frá tökuliði frá ástralskri sjónvarpsstöð sem var að mynda skammt frá höfuðstöðvum Barnaheilla - Save the Children. Heilbrigðisstarfsmenn samtakanna greindu stúlkuna með ofþornun en áttu von á því að hún myndi jafna sig. Foreldrar Winnie létust þegar heimili fjölskyldunnar eyðilagðist í jarðskjálftanum. Frænda hennar, Frantz Tilin, tókst að hafa upp á Winnie eftir að hafa misst eiginkonu sína í skjálftanum.