Krakkarnir í hverfinu eru allskonar en eiga öll rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun

Skólar eru hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu“ segir í riti útgefnu af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Við hjá Barnaheillum tökum undir þessa fullyrðingu og teljum afar mikilvægt að skólakerfið standi vörð um réttindi barna og vinni gegn mismunun.

Skólar eru hornsteinn jöfuaðar í samfélaginu“ segir í riti útgefnu af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Við hjá Barnaheillum tökum undir þessa fullyrðingu og teljum afar mikilvægt að skólakerfið standi vörð um réttindi barna og vinni gegn mismunun.

Öll börn á Íslandi ganga í grunnskóla og flest í sinn hverfisskóla. Blanda fjölbreytts mannlífs einkennir flest íbúahverfi. Börnin eignast því skólafélaga sem búa við mismunandi aðstæður og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Það eykur víðsýni barnanna og þekkingu. Þetta er talinn einn helsti styrkleiki skólakerfisins á Íslandi. Skólinn getur svo með starfi sínu tryggt að börnin njóti jafnræðis og sé ekki mismunað, að þau fái að nýta hæfileika sína og styrkleika, geti stundað nám og geti eflst og þroskast á eigin forsendum, óháð stöðu sinni eða efnahag foreldranna.

Þó er það svo að enn gera flestir skólar ráð fyrir því að foreldrar greiði hluta af námsgögnum barna sinna. Í landi sem hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um gjaldfrjálsa grunnmenntun senda flestir skólar árlega út innkaupalista til foreldra.

Í nýútkominni skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla kemur fram að sterk tengsl eru á milli efnislegrar fátæktar og skorts á menntun og tækifærum. Því sé menntun og jöfnun tækifæra ein öflugasta leiðin til að uppræta fátækt. Fram kemur að með stuðningi skólakerfisins hafi börn sem búa við fátækt alla burði til að standa sig vel og brjótast úr fátæktinni. Eitt lítið lóð á þær vogarskálar er að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun.

Algjörlega óásættanlegt
Þrátt fyrir að jöfnuður sé talinn hve mestur á Íslandi samkvæmt skýrslunni eiga allt að 11.000 börn eða 14% barna á Íslandi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Það er algjörlega óásættanlegt. Þessum börnum er mismunað, þau eru síður líkleg til að fá tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sama hátt og önnur börn, svo sem tómstundum, menningu og listum og öðlast líf sem þau telja gott.

Skólinn getur ekki breytt efnahagslegri stöðu foreldra, en hann getur með starfi sínu og aðgerðum minnkað aðstöðumun barna. Kaup á námsgögnum eru baggi á mörgum barnafjölskyldum. Vafalaust myndu margar þeirra kjósa að nota það fjármagn til annarra hluta, svo sem í tómstundir fyrir börn sín, eða annars sem göfgar líf og eykur samveru og samkennd fjölskyldna.

Barnaheill hafa ítrekað