Lagaleg skylda að tilkynna um ofbeldi gegn börnum

Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, eins og kynferðislegu ofbeldi, misnotkun og vanrækslu, samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum. Hver og einn ber skyldu til að tillkynna til yfirvalda hafi hann grun um að barn sé beitt ofbeldi. Þeir sem vinna með börnum, eða að málefnum þeirra, bera ríkari skyldur og ábyrgð á að vernda börn gegn ofbeldi og tilkynna til yfirvalda hafi þeir grun um slíkt.

„Umræða síðustu daga um kynferðisbrot gegn börnum og þöggun samfélagsins beinir athyglinni í auknum mæli að þessari skyldu,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, eins og kynferðislegu ofbeldi, misnotkun og vanrækslu, samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum. Hver og einn ber skyldu til að tillkynna til yfirvalda hafi hann grun um að barn sé beitt ofbeldi. Þeir sem vinna með börnum, eða að málefnum þeirra, bera ríkari skyldur og ábyrgð á að vernda börn gegn ofbeldi og tilkynna til yfirvalda hafi þeir grun um slíkt.  

„Umræða síðustu daga um kynferðisbrot gegn börnum og þöggun samfélagsins beinir athyglinni í auknum mæli að þessari skyldu,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Í skýrslu samtakanna frá árinu 2011 kemur fram að í einungis 10% tilfella komi tilkynningar til barnaverndar Reykjavíkur um að börn verði vitni að heimilisofbeldi frá öðrum en lögreglu. „Þetta bendir til þess samfélagið sé ekki nægilega meðvitað um þessa lagalegu skyldu og á því þarf að vekja athygli.“

Barnaheill reka ábendingahnapp í samvinnu við Ríkislögreglustjóra þar sem hægt er að benda á óviðeigandi eða ólöglegt efni á netinu. Í gegnum hnappinn hafa til dæmis borist ábendingar um efni þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi.  Hnappinn er að finna á heimasíðu samtakanna barnaheill.is. Samtökin eru einnig með fræðslu og upplýsingasíðuna verndumborn.is þar sem finna má upplýsingar um einnkenni og afleiðingar ofbeldis gegn börnum og jafnframt hvað ber að gera ef grunur vaknar um slíkt.

Í myndskeiði sem Barnaheill birtu á síðasta ári eru viðtöl við börn um þennan þátt þar sem fram kemur að börn eru í mörgum tilfellum meðvituð um þennan rétt sinn. Myndskeiðið má sjá hér: http://www.youtube.com/watch?v=mIc_AeP2WSw