Árlegri landssöfnun Verndara barna frestað

Mynd frá upphafsdegi Landssöfnunar 2019.
Mynd frá upphafsdegi Landssöfnunar 2019.

Árlegri landssöfnun Verndara barna, verkefni Barnaheilla um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum, hefur verið frestað til 24. ágúst 2020. Landssöfnunin átti að hefjast á sumardaginn fyrsta, 23.apríl með aðstoð forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni.

Sumardagurinn fyrsti hefur verið upphafsdagur söfnunarinnar undanfarin ár. Sá dagur varð fyrir valinu, þar sem dagurinn hefur í gegnum tíðina verið hátíðisdagur fjölskyldunnar með áherslu á börnin. Frekari upplýsinga er hægt að afla hjá verndararbarna@barnaheill.is