Langt í land með að uppræta barnafátækt

Ný skýrsla sýnir að enn er langt í land með að uppræta barnafátækt á íslandi og í öðrum Evrópulöndum og ekkert Evrópuland er laust við barnafátækt. Lítið hefur þokast í þá átt að uppræta fátækt í álfunni, þrátt fyrir markmið Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins um áratugaskeið.

ForsíðaEnn er langt í land með að uppræta barnafátækt á íslandi og í öðrum Evrópulöndum og ekkert Evrópuland er laust við barnafátækt. Lítið hefur þokast í þá átt að uppræta fátækt í álfunni, þrátt fyrir markmið Sameinuðu þjóðanna og Evrópusambandsins um áratugaskeið.

Fleiri börn en fullorðnir búa við fátækt. Norðurlönd skera sig þó úr hvað þetta varðar og er staða barna ekki verri en fullorðinna nema á Íslandi þar sem 11 % fullorðinna eiga á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun en 14% barna. Það eru um 11.000 börn sem samsvarar öllum börnum í Garðabæ og Hafnarfirði. Frá árinu 2008 er lítill árangur í að uppræta fátækt meðal barna á íslandi.

Þetta er meðal niðurstaðna í nýútkominni skýrslu um fátækt barna og tengsl bágs efnahags við skort á tækifærum og menntun sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi kynntu í dag. Skýrslan nefnist á ensku ENDING EDUCATIONAL POVERTY AND CHILD POVERTY IN EUROPE - Leaving no child behind, eða Tengsl barnafátæktar og skorts á  tækifærum og menntun. 

Rúmlega 25 milljónir barna í Evrópu eiga á hættu að lenda í fátækt og félagslegri einangrun samkvæmt áætluðum tölum fyrir árið 2015. Þetta eru 28% barna undir 18 ára sem samsvarar því að meira en fjórða hvert barn álfunnar búi við fátækt. Væru þessi börn ein þjóð, þá væru þau 7. fjölmennasta þjóð Evrópusambandsins.

Börn sem búa við fátækt eru líklegri til að búa áfram við fátækt sem fullorðnir einstaklingar og hefur það mjög afdrifarík áhrif á líf þeirra og framtíðarhorfur.

Orsakir fátæktar

Ein meginorsök fátæktar er ójöfnuður sem er að aukast í Evrópu oghefur slæmar afleiðingar á börn. Þau verst stöddu verða enn frekar útundan hvað varðar menntun og tækifæri, heilsu og lífsfyllingu. Velmegun er í boði fyrir sífellt minnkandi hóp og færri og færri fjölskyldur hafa möguleika á að fjárfesta í börnum sínum og veita þeim tækifæri. Það lýsir sér meðal annars í því að 10 % heimila í Evrópu þéna 31% tekna og eiga 50% eigna.

Auk ójöfnu&