Lausnarþing um málefni barna sem passa ekki í „kassann“.

Það hefur lengi verið vitað að þegar börn með einhvers konar sérstöðu passa ekki í „kassann“ á kerfið erfitt með takast á við það. Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga, annað og þriðja þjónustustig, staðfesti það sem fagfólk og aðstandendur hafa lengi vitað. Kerfið er ekki alltaf að virka rétt.

Það hefur lengi verið vitað að þegar börn með einhvers konar sérstöðu passa ekki í „kassann“ á kerfið erfitt með takast á við það. Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga, annað og þriðja þjónustustig, staðfesti það sem fagfólk og aðstandendur hafa lengi vitað. Kerfið er ekki alltaf að virka rétt. Börn eru allt of lengi á biðlistum og á meðan gerist oft lítið eða ekkert í þeirra málum, þroska þeirra og námi. 
Nú er komið að því að skoða hvað hægt er að gera. 

SAMFOK,
ADHD samtökin,
Barnaheill - Save the Children á Íslandi,
Einhverfusamtökin,
Félag skólastjórnenda í Reykjavík,
Heimili og skóli,
Landssamtökin Þroskahjálp,
Olnbogabörn,
Sjónarhóll,
Umboðsmaður barna
Umhyggja og 
UNICEF
standa fyrir lausnaþingi um næstu skref. Við vitum hver vandinn er, nú þarf að leysa hann. 

Dagskrá: 
14.00 Lausnaþingið sett, Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, fundarstjóri. 

14.05 Jakob Rúnarsson, deildarstjóri á stjórnsýslusviði Ríkisendurskoðunar. Kynning á helstu forsendum og niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á öðru og þriðja þjónustustigi.

14.25 Evald Sæmundsen PhD, sviðsstjóri rannsókna á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. 
Erindi: Þjónusta við börn - ýmsar pælingar.

14.45 Erna og Steinunn, mæður. 
Erindi: Að eiga barn með fjölþættan vanda.

15.00 Kaffihlé.

15.15 Kristín Björnsdóttir og Haukur Guðmundsson. Kristín er dósent í fötlunarfræði, umsjónarmaður starfstengds diplómanáms og nýr umsjónarmaður námsbrautar um sérkennslu. Haukur er háskólanemi. 
Erindi: Samvinna í skóla án aðgreiningar. 

15.35 Inga Birna Sigfúsdóttir, Sjónarhóli. Inga Birna er menntuð á sviði uppeldis-, menntunar- og þroskaþjálfafræða ásamt mannauðsstjórnun og hefur starfað sl. 9 ár sem ráðgjafi á Sjónarhóli, ráðgjafamiðstöð. 
Erindi: Lausnamiðuð nálgun í teymisvinnu.

15.55 Kristín María Indriðadóttir, verkefnastjóri í fjölgreinadeild Lækjarskóla í Hafnarfirði og hefur unnið í mörg ár með „einstaka“ unglinga með fjölbreyttar þarfir í sínu lífi. 
Erindi: Einstakir unglingar - önnur nálgun.

16.15 Amanda Watkins, aðstoðarforstjóri Evr&oac