Leikstjórar þriggja kvikmynda fá viðurkenningu Barnaheilla

Barnaheill veita árlega viðurkenningu til einstaklinga eða stofnana fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Með því vilja samtökin vekja athygli á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og réttindum barna. Viðurkenningin er veitt á afmælisdegi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember, en þann dag árið 1989 var hann samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í ár hlutu viðurkenninguna leikstjórar þriggja kvikmynda, þau Guðný Halldórsdóttir fyrir kvikmyndina Veðramót, Ragnar Bragason fyrir kvikmyndina Börn og þeir Bergsteinn Björgúlfsson og Ari Alexander Ergis Magnússon fyrir kvikmyndina Syndir feðranna.

Barnaheill veita árlega viðurkenningu til einstaklinga eða stofnana fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Með því vilja samtökin vekja athygli á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og réttindum barna. Viðurkenningin er veitt á afmælisdegi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember, en þann dag árið 1989 var hann samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í ár hlutu viðurkenninguna leikstjórar þriggja kvikmynda, þau Guðný Halldórsdóttir fyrir kvikmyndina Veðramót, Ragnar Bragason fyrir kvikmyndina Börn og þeir Bergsteinn Björgúlfsson og Ari Alexander Ergis Magnússon fyrir kvikmyndina Syndir feðranna.

Viðurkenning Barnaheilla í ár er veitt fyrir að vekja athygli á málefnum barna sem oft fara hljótt í umræðunni í íslensku samfélagi. Að mati Barnaheilla taka allar þessar kvikmyndir á viðkvæmum málum sem snerta börn, réttindi þeirra og aðbúnað. Þær vekja upp áleitnar spurningar um samfélag okkar fyrr og nú og varpa ljósi á afleitar aðstæður barna og áhrifin sem ofbeldi hefur á líf þeirra. Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um réttindi barna en hann er leiðarljós Barnaheilla í öllu starfi samtakanna. Í sáttmálanum er kveðið á um réttindi barna til að alast upp við góð skilyrði, hvort sem er hjá foreldrum eða öðrum. Þar er enn fremur kveðið á um rétt þeirra á vernd gegn líkamlegu, kynferðislegu og andlegu ofbeldi og gegn vanrækslu. Allar þessar kvikmyndir fjalla um þessi mál frá sjónarhóli barnsins sem orðið hefur fyrir ofbeldi og vanrækslu.

Í kvikmyndinni Börn er sjónum beint að aðstæðum barna sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og fátækt. Í myndinni kemur greinilega fram hversu erfitt er fyrir einstaklinga að brjótast út úr slíkum aðstæðum og þar berum við samfélgslega ábyrgð. Í kvikmyndunum Veðramót og Syndir feðranna er ofbeldi gegn börnum í hinum ýmsu myndum umfjöllunarefnið og þær alvarlegu afleiðingar sem það leiðir af sér; vanlíðan, hegðunarvandamál og jafnvel langvarandi geðraskanir. Slíkt ofbeldi hefur áhrif á sjálfsmynd þolanda og allt hans líf. Það kemur greinilega fram í báðum myndunum.

Með viðurkenningu sinni vilja Barnaheill þakka aðstandendum kvikmyndanna fyrir að vekja athygli á aðstæðum barna og fjalla um brot á réttindum þeirra á mjög áhrifaríkan hátt. Barnaheill vonast til að myndirnar eigi þátt í því að auka vitund almennings og ráðmanna á mikilvægi þess að réttindi barna séu tryggð, börnum og samfélaginu öllu til heilla.

Barnaheill hvetja alla þá sem ekki hafa séð kvikmyndi