Leikur fyrir betra líf 2018

Á myndinni er Khadiza frá Bangladess.
Á myndinni er Khadiza frá Bangladess.

Átak IKEA Foundation, Leikur fyrir betra líf, (Let‘s Play for Change) stendur yfir frá 20. nóvember til 24. desmber. Á þessu tímabili gefur IKEA Foundation eina evru fyrir hverja barnabók, mjúkdýr eða leikfang sem selst til verkefna sem styðja rétt barna til leiks og þroska. Tilgangur átaksins er að vekja athygli á rétti barna til að leika sér og að sérhvert barn hefur þennan rétt samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Með átakinu styður IKEA Foundation og vekur athygli á starfi samtaka og aðila sem standa vörð um rétt barna til leiks og þroska. Fyrir tilstilli átaksins hafa Barnaheill – Save the Children staðið að verkefninu Ég leik mér, ég læri og bý við öryggi (I Play, I learn and I‘m safe) sem snýst um að koma í veg fyrir ótrygga fólksflutninga á börnum í Eþíópíu og Bangladess með því að stuðla að öryggi, menntun og leik barna sem eru á vergangi.

Hér má lesa meira um verkefnið.