Leikur fyrir betra líf 2017

Átaki IKEA í þágu góðra málefna þar sem áhersla er á rétt barna til að leika sér og þroskast var hleypt af stokkunum þann 23. október síðastliðinn. Tilgangur átaksins er að vekja athygli á rétti barna til að leika sér og að sérhvert barn hefur þennan rétt samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Átaki IKEA í þágu góðra málefna þar sem áhersla er á rétt barna til að leika sér og þroskast var hleypt af stokkunum þann 23. október síðastliðinn. Tilgangur átaksins er að vekja athygli á rétti barna til að leika sér og að sérhvert barn hefur þennan rétt samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. #letsplay

Með átakinu Leikur fyrir betra líf styður IKEA Foundation og vekur athygli á starfi samtaka og aðila sem standa vörð um rétt barna til að leika sér og þroskast. Þessi samtök og aðilar eru Barnaheill – Save the Children, Handicap International, Room to Read, War Child, Special Olympics og UNICEF.

Verkefni Barnaheilla – Save the Children, Ég leik mér, ég læri og bý við öryggi (I Play, I learn and I‘m safe), snýst um að koma í veg fyrir ótrygga fólksflutninga á börnum í Eþíópíu og Bangladess með því að stuðla að öryggi, menntun og leik barna sem eru á vergangi.

Hér má lesa meira um verkefnið.

 

Á vef Bangladess  Á vef Eþíópía  tesfanes eþíópá vef

Á eftri mynd t.v. er Sheuli frá Bangladess. Á mynd t.h. er Thirusew frá Eþíópíu. Á neðri mynd er Tesfanesh frá Eþíópíu. Ljósm. Mats Lignell/Unsaid fyrir Save the Children.