Líf einnar milljónar barna í Pakistan í hættu

2._Bhagan_Lal_4_district_Badin_PakistanBarnaheill – Save the Children vara við því að líf tveggja milljóna manna í suður-Pakistan, þar af helmingurinn börn, sé í alvarlegri hættu vegna sjúkdóma. Eyðilegging af völdum flóða heldur áfram á svæðinu.

2._Bhagan_Lal_4_district_Badin_PakistanHinn fjögurra ára gamli Bhagan Lal bíður eftir mat í búðum í vegkanti, sem byggðar voru í Golarchi í Sindh-héraði af fólki sem varð fyrir barðinu á flóðunum. Ljósmynd: Save the Children.

Barnaheill – Save the Children vara við því að líf tveggja milljóna manna í suður-Pakistan, þar af helmingurinn börn, sé í alvarlegri hættu vegna sjúkdóma. Eyðilegging af völdum flóða heldur áfram á svæðinu.

Enn rignir í suður-Pakistan og Barnaheill – Save the Children segja að börn frá flóðasvæðunum í Sindh-héraði eigi það enn frekar á hættu að fá malaríu, sem er að ná hápunkti sínum núna, niðurgang og aðra sjúkdóma sem berast með menguðu vatni frá yfirfullum skólprörum.

Barnaheill – Save the Children veita nú neyðaraðstoð til að koma lífsnauðsynlegri hjálp til barna. Nú þegar hafa samtökin náði til 16200 manna með brýnar hjálparbirgðir og umfang aðstoðarinnar hefur verið aukið með það fyrir augum að ná til alls einnar milljónar manna.

Rigningarnar í Sindh-héraði eru þær verstu í 300 ára skráðri sögu. Í sumum bæjum á svæðinu rignir jafn mikið á einum degi og venjulega gerir á einu ári. Þetta veldur flóðum sem eru jafn gríðarleg og í júlí í fyrra. Fjölskyldur, sem börðust í bökkum eftir þau flóð, eiga mjög erfitt með að takast á við flóðin í ár. Heimili fjölskyldna hafa eyðilagst og þær neyðast til að búa við aðal umferðaræðar svæðins en þar er eini upphækkaði og þurri jarðvegurinn. Foreldrar eiga erfitt með að finna matvæli handa börnum sínum og efni í tímabundin skýli.

„Þetta er gríðarlega alvarleg staða. Líf barna í Sindh-héraði er í hættu, bæði vegna malaríu og flóðavatns sem nú berst frá nokkrum stórum bæjum og er mengað af skólpi,“ segir David Wright, framkvæmdastjóri Save the Children í Pakistan. „Fjölskyldur sem eru heimilislausar vegna flóðanna nú, bjuggu fyrir við óþrifalegar aðstæður. Í nokkrum búðum eru hundruðir manna um eitt einasta klósett. Mörg barnanna í Sindh-héraði eru nú þegar veikburða og vannærð. Ef við það bætast malaría og aðrir sjúkdómar sem berast með menguðu vatni, geta þau dáið á örfáum dögum. Barnaheill – Save the Children eru nú að dreifa moskító-netum, sápum og fleiri hreinlætisvörum. Slík hjálp gæti skipt