Líf flóttabarna í hættu í frosthörkum

Spáð er allt að 20 stiga frosti á landamærum Makedóníu og Serbíu þar sem sýrlenskt flóttafólk fer um. Barnaheill – Save the Children vara við því að börn á þessari leið eigi á hættu að ofkælast og fá lungnabólgu.

Börn sofa útiSpáð er allt að 20 stiga frosti á landamærum Makedóníu og Serbíu þar sem sýrlenskt flóttafólk fer um. Barnaheill – Save the Children vara við því að börn á þessari leið eigi á hættu að ofkælast og fá lungnabólgu.

Starfsmenn hjálparsamtaka við landamærastöðina í Presevo, segja að þar sé 15 cm snjór á jörðu og börn komi með bláar varir, kvíðin og skjálfandi úr kulda. Úrvinda mæður segja að þær nái ekki að halda börnum sínum þurrum og hlýjum og þær renna til þar sem þær bera börnin á íslögðum vegum. Starfsfólk í Belgrad hefur tilkynnt grun um nokkur dæmi ofkælingar og kals.

Þrátt fyrir þennan mikla kulda fara um eitt þúsund flóttamenn frá Sýrlandi, Afghanistan og Írak yfir landamærin á degi hverjum. Mun fleiri koma til grísku eyjanna, þar á meðal Lesbos, þar sem snjóaði í vikunni. Börnin eru sum aðeins í stuttermabolum og koma í land rennandi blaut eftir ferðina á mis sjófærum gúmmíbátum.

Einn flóttamannanna í Serbíu sem flúði stríðið í Sýrlandi fyrir fimm mánuðum sagðist hafa farið sjóleiðina frá Tyrklandi til Grikklands ásamt konu og tveimur litlum börnum. Bátsferðin hafi verið erfiðust. Það hafi verið hræðilega kalt, allt hafi verið blautt og börnin veik. Þau hafi auk þess þurft að henda töskum af bátnum til að forða honum frá því að sökkva. „Stundum óttast ég um börnin mín. Við gátum ekki verið í Sýrlandi, en það verður samt ekki svona kalt þar. Okkur hefur aldrei verið eins kalt.“

Barnaheill – Save the Children reka íbúð í Presevo sem er nýtt sem öruggur næturstaður fyrir mæður og börn. Samtökin útvega flóttamönnum við landamærin og á öðrum stöðum sem flóttamennirnir fara um regnjakka, sokka og skó auk heitra drykkja og hreinlætisvara.

Þrátt fyrir þennan stuðning neyðast flóttabörn stundum til að sofa úti þegar þau ganga langar vegalengdir á leið sinni að öruggum dvalarstað. Í Idomeni, við grísku landamæri Makedóníu, fór hitastig niður í 13 stiga frost í vikunni. Yfirvöld þar hafa lokað fyrir aðgengi að búðum þar sem hjálparstofnanir útveguðu upphituð tjöld og mat fyrir flóttamenn. Fjölskyldur eru nú neyddar til að sofa úti á bensínstöð skammt frá þar sem ekki er skjól fyrir veðri og vindum.

Valentina Bollenback frá Barnaheillum – Save the Children er í Presevo í Serbíu: „Aðstæðurnar hérna eru mjög, mjög erfiðar. Og þegar frostið fer niður í 20 stig, eins og í dag,