Lögfesting Barnasáttmálans - Mikil réttarbót fyrir íslensk börn

Í gær var stór dagur fyrir íslensk börn þegar samþykkt var á Alþingi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálann.  Barnaheill - Save the Children á Íslandi fagna þessum áfanga, sem er mikil réttarbót fyrir íslensk börn. 

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, hafa frá upphafi barist ötullega fyrir réttindum barna. Segja má að saga samtakanna sé samofin sögu barnasáttmálans og baráttu fyrir réttindum barna. Stofnandi Save the Children, Eglantyne Jebb, á hugmyndina að, og skrifaði fyrstu  yfirlýsinguna um réttindi barnsins árið 1923. Yfirlýsingin varð fyrsta skrefið að bættum réttindum barna og undanfari barnasáttmálans eins og við þekkjum hann í dag.

Í gær var stór dagur fyrir íslensk börn þegar samþykkt var á Alþingi að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálann.  Barnaheill - Save the Children á Íslandi fagna þessum áfanga, sem er mikil réttarbót fyrir íslensk börn.  

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, hafa frá upphafi barist ötullega fyrir réttindum barna og segja má að saga samtakanna sé samofin sögu barnasáttmálans og baráttu fyrir réttindum barna. Stofnandi Save the Children, Eglantyne Jebb, á hugmyndina að, og skrifaði fyrstu  yfirlýsinguna um réttindi barnsins árið 1923. Yfirlýsingin varð fyrsta skrefið að bættum réttindum barna og undanfari barnasáttmálans eins og við þekkjum hann í dag.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi voru stofnuð árið 1989, ekki síst til að þrýsta á stjórnvöld að staðfesta barnasáttmálann.

„Þetta er mikil réttarbót fyrir börn á Íslandi,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi; „Frá stofnun Barnaheilla hefur sáttmálinn verið leiðarljós samtakanna og barist hefur verið fyrir lögfestingu hans hér á landi. Það er því mikið fagnaðarefni að nú sé Barnasáttmálinn loksins orðinn löggiltur og að hægt sé að beita ákvæðum hans fyrir íslenskum dómstólum sem settum lögum,”.

„Þingmenn eiga hrós skilið fyrir að standa vörð um réttindi íslenskra barna með þessum hætti,” segir Erna. ,,Nú er baráttu Barnaheilla - Save the Children fyrir löggildingu Barnasáttmálans lokið, en áfram heldur starf okkar með barnasáttmálann að leiðarljósi og að standa áfram vörð um að réttindi barna séu virt í hvívetna”.