Lumar þú á hjóli í geymslunni?

Hjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og WOW Cyclothon hjólakeppninnar hefst þann 3. maí næstkomandi. Þetta er annað árið í röð sem söfnunin fer fram, en á síðasta ári söfnuðust um 500 hjól sem voru gerð upp og gefin til barna sem ekki voru svo lánsöm að eiga hjól.

Hjólaviðgerð Nína döggHjólasöfnun Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og WOW Cyclothon hjólakeppninnar hefst þann 3. maí næstkomandi. Þetta er annað árið í röð sem söfnunin fer fram, en á síðasta ári söfnuðust um 500 hjól sem voru gerð upp og gefin til barna sem ekki voru svo lánsöm að eiga hjól.

Tekið verður á móti hjólum á völdum endurvinnslustöðvum Sorpu, Gámaþjónustunnar og Hringrásar á tímabilinu 1. maí - 5. júní. Sjá nánar neðar á síðunni.

Hægt er að sækja um hjól hjá Félagsþjónustunni og mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið, en eru ekki með hjól til að gefa, geta styrkt söfnunina með fjárframlagi, annað hvort með því að hringja í söfnunarsímanúmerin 904 1900 (1.900 krónur) eða 904 2900 (2.900 krónur) eða leggja inn á reikning samtakanna 0327-26-001989, kt. 5210891059.

Hreyfing og heilbrigði

Hjólin verða gerð upp og löguð af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum. 

Alþjóðlega hjólreiðakeppnin Wow Cyclothon verður haldin dagana 19.-22. júní þar sem á þriðja tug fjögurra manna liða hjóla hringinn í kringum landið. Öll áheit á liðin renna til verkefnis Barnaheilla, Hreyfing og heilbrigði. 

Verkefnið byggir á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Eitt af því sem samtökin vinna nú að er tilraunaverkefni með það að markmiði að virkja börn sem forðast skólaíþróttir til þátttöku í annars konar hreyfingu. Aðal markmið átaksins er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og að stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið með því að gerast sjálfboðaliðar í hjólaviðgerðum geta sent póst á barnaheill@barnaheill.is eða haft samband í gegnum Facebook síðu Barnaheilla eða Hjólasöfnunarinnar.

 

Eftirfarandi endurvinnslustöðvar taka við hjólum í Hjólasöfnunina:

Gámaþjónustan:

Súðavogi í Reykjavík

Berghella í Hafnarfirði

<