Lumar þú á reiðhjóli í geymslunni? Gefðu barni hjól og komdu hjólinu aftur í umferð

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppnin Wow Cyclothon standa fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga dagana 25. maí – 11. júní 2012. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar  og Hringrásar um landið allt og hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjólin eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og hjólreiðakeppnin Wow Cyclothon standa fyrir söfnun á notuðum reiðhjólum fyrir börn og unglinga dagana 25. maí – 11. júní 2012. Hjólunum verður safnað á endurvinnslustöðvum Gámaþjónustunnar  og Hringrásar um landið allt og hjá Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Hjólin eru ætluð börnum sem ekki hafa kost á því að kaupa sér reiðhjól.

Hjólin verða gerð upp af sjálfboðaliðum undir styrkri stjórn sérfræðinga í reiðhjólaviðgerðum og afhent af mæðrastyrksnefndum að lokinni hjólreiðakeppninni, WOW Cyclothon, 22. júní næstkomandi. Þann 16. júní geta allir sem vilja lagt hönd á plóg við að koma hjólunum í stand áður en þau fara í dreifingu. Þá koma saman sérfræðingar í reiðhjólaviðgerðum, liðin sem taka þátt í WOW Cyclothon, sjálfboðaliðar og fleira fólk sem vill leggja söfnuninni lið. Á facebook-síðu hjólasöfnunarinnar getur fólk sett inn myndir af sér afhenda hjólin á endurvinnslustöðvum og komist þannig í verðlaunapott þar sem einn heppinn vinningshafi vinnur flug fyrir fjóra með WOW air.

Hjólunum verður safnað á eftirfarandi stöðum:

  • Gámaþjónustan; Hafnarfirði, Blönduósi, Akranesi, Skagaströnd, Dalvík, Ólafsvík, Búðardal og Akureyri.  Á Suðurlandi; Bláskógarbyggð, Grímsnes- og Grafnishreppi og á Hvolsvelli.
  • Hringrás; Reyðarfirði, Akureyri og Reykjavík.
  • Sorpa; Kópavogi, Hafnarfirði og Sævarhöfða.
  • Fyrir utan höfuðstöðvar WOW air, Höfðatúni 12, Reykjavík

Um átaksverkefnið Hreyfing og líkamlegt heilbrigði

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vinna um þessar mundir að átaksverkefni sem byggir á ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um rétt barna til líkamlegs heilbrigðis. Börn verða hvött til þátttöku í ýmis konar hreyfingu með reglulegum viðburðum þar sem mismunandi íþróttagreinar verða hafðar í hávegum. Verkefnið miðar að því að efla vitund barna og foreldra um heilbrigt líf fyrir börn og mikilvægi reglulegrar hreyfingar. Aðal markmið átaksins er að auka vægi hreyfingar hjá íslenskum börnum og efla þannig bæði líkamlegt og andlegt heilbrigði sem og stuðla að almennum heilsufarslegum forvörnum.

Um WOW CYCLOTHON

WOW Cyclothon er fyrsta alþjóðlega hjólreiðakeppnin sem haldin hefur verið á Íslandi. Hún fer fram dagana 19. júní -22. júní í miðnætursólinni. Í keppninni munu  fjögurra manna lið keppa sín á milli um að koma fyrst í mark eftir að hafa hjólað 1332 kílómetra hringinn í kringum landið. Öll áhe