Má bjóða þér á áhugaverða aðventudagskrá til styrktar Barnaheillum – Verslun Sævars Karls – Bankastr

Helgina 12. - 13. desember mun Sævar Karl standa fyrir aðventudagskrá í verslun sinni til styrktar Barnaheillum. Hljómsveitin Buff, Gissur Páll Gissurarson tenór og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari spila á laugardeginum á milli kl.15 – 16.  Á milli kl.16 og 17 mæta svo rithöfundarnir Óskar Guðmundsson (Snorri - Ævisaga 1179-1241) og Stefán Máni (Hyldýpi), Höfundarnir lesa úr verkum sínum og árita bækur.

Helgina 12. - 13. desember mun Sævar Karl standa fyrir aðventudagskrá í verslun sinni til styrktar Barnaheillum. Hljómsveitin Buff, Gissur Páll Gissurarson tenór og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari spila á laugardeginum á milli kl.15 – 16.  Á milli kl.16 og 17 mæta svo rithöfundarnir Óskar Guðmundsson (Snorri - Ævisaga 1179-1241) og Stefán Máni (Hyldýpi), Höfundarnir lesa úr verkum sínum og árita bækur.

Árni Heiðar Karlsson jasspíanóleikari spilar á milli 16 og 18  á sunnudeginum. Allur ágóði af sölu bóka og geisladiska mun renna óskiptur til Barnaheilla. Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum og jólakort Barnaheilla verða til sölu.