Matarskortur hrjáir börn og fjölskyldur á Fílabeinsströndinni

FlabeinsstrndinBörn og fjölskyldur í Abidjan, sem urðu fyrir barðinu á átökunum á Fílabeinsströndinni í kjölfar forsetakosninga í landinu, þurfa fyrst og síðast á matvælum að halda, nú þegar sex mánuðir eru liðnir frá kosningunum. Þetta er álit teymis Barnaheilla – Save the Children sem lagt hefur mat á þarfir fjölskyldnanna. Þegar hefur orðið vart við alvarlega vannæringu hjá börnum undir fimm ára aldri.

Flabeinsstrndin
Eitt af hverjum þremur börnum undir fimm ára aldri á Fílabeinsströndinni var vannært, áður en átökin í kjölfar kosninga þar brutust út fyrir sex mánuðum. Ástandið hefur síst batnað. Ljósmynd: Annie Bodmer-Roy/Save the Children.

Börn og fjölskyldur í Abidjan, sem urðu fyrir barðinu á átökunum á Fílabeinsströndinni í kjölfar forsetakosninga í landinu, þurfa fyrst og síðast á matvælum að halda, nú þegar sex mánuðir eru liðnir frá kosningunum. Þetta er álit teymis Barnaheilla – Save the Children sem lagt hefur mat á þarfir fjölskyldnanna. Þegar hefur orðið vart við alvarlega vannæringu hjá börnum undir fimm ára aldri.

Fjölskyldur gera hvað þær geta til að komast af. En þar sem matvæli eru af mjög skornum skammti, dregur úr máltíðum yfir daginn, minna er borðað í hverri máltíð auk þess sem það sem á borðum er, eru matvæli sem fjölskyldurnar myndu venjulega ekki leggja sér til munns.

„Þær fjölskyldur sem við höfum rætt við, segja okkur að þau hafi neyðst til að minnka matarskammta sína til að komast að. Það þýðir að börn fá aðeins eina máltíð á dag, sem samanstendur oft bara af hrísgrjónum eða mjöli af kassavarót,“ segir Annie Bodmer-Roy hjá Barnaheillum – Save the Children.

Rannsóknir Barnaheilla – Save the Children sýna að fjölskyldur hafa hreinlega ekki efni á næringarríkari mat eins og þeim sem þær venjulega snæða. Þó hrísgrjón og mjöl úr kassavarót séu undirstaðan í daglegri fæðu fólks í Abidjan, er þessara matvæla iðulega neytt með sósu úr grænmeti, hnetum eða dýraprótíni. Þannig fá börn þau næringarefni sem þau þurfa til að komast af og þroskast. Hrísgrjón ein og sér duga ekki til.

„Við erum þegar farin að sjá dæmi um alvarlega vannæringu á þessu svæði meðal barna undir fimm ára aldri. Athuganir okkar í Abidjan eru sérstakt áhyggjuefni þar sem við vitum hversu hratt svona mál geta þróast. Börn eru greinilega nú þegar í hættu, fjölskyldur eru enn á vergangi og án öruggrar afkomu. Þær geta því ekki tryggt börnum sínum næringu, jafnvel nú þegar sex mánuðir eru liðnir frá kosningunum,“ segir Annie Bodmer-Roy.

Þrátt fyrir að þörfin sé brýn, eiga mannúðarsamtök á borð við Barnaheill – Save the Children í vandræðum með að tryggja það fjármagn sem nauðsynlegt er til að auka umfang a