Meira en ein millj?n barna eru vi? dau?ans dyr n? ?egar Sameinu?u ?j??irnar hafa l?st yfir hungursney? ? S?mal?u

Umi og móðir hennarBarnaheill – Save the Children vara við að meira en ein milljón barna eiga á hættu að deyja í Sómalíu nú þegar Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir hungursneyð í landinu.

Þeir sem vilja styðja hjálparstarf Barnaheilla – Save the Children í Sómalíu og víðar í Austur –Afríku er bent á söfnunarsíma samtakanna 904 1900 (1.900 kr.) og 904 2900 (2.900 kr.). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26-1989 kt. 521089-1059

Umi og móðir hennar

Barnaheill – Save the Children vara við að meira en ein milljón barna eiga á hættu að deyja í Sómalíu nú þegar Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir hungursneyð í landinu.

Þeir sem vilja styðja hjálparstarf Barnaheilla – Save the Children í Sómalíu og víðar í Austur –Afríku er bent á söfnunarsíma samtakanna 904 1900 (1.900 kr.) og 904 2900 (2.900 kr.). Einnig er hægt að leggja frjáls framlög á reikning samtakanna 0327-26-1989 kt. 521089-1059

Samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í dag ríkir hungursneyð á tveimur svæðum í suður- Sómalíu. Á þeim svæðum þar sem ástandið er verst þjást meira en helmingur barnanna af alvarlegri vannæringu. Barnaheill – Save the Children bentu á að ef ekki yrði veitt umfangsmikil neyðaraðstoð gæti hungursneyð breiðst út í suður- Sómalíu og í Puntland með skelfilegum afleiðingum fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Neyðarástandið má rekja til banvænnar blöndu af átökum, hækkandi matvælaverði og þurrka. Í nokkrar vikur hafa þúsundir Sómala flúið yfir landamærin til Keníu og Eþíópíu. Margir þeirra hafa verið örmagna og of seint hefur verið að bjarga alvarlega vannærðum börnum þeirra.

Ben Foot framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children í Sómalíu segir: “Yfirlýsing Sþ um hungursneyð verður að vekja viðbrögð hjá alþjóðasamfélaginu. Eins og staðan er núna höfum við ekki nægilegt fjármagn til að bregðast við þeirri miklu neyð sem ríkir í Sómalíu. Ef við eigum að geta bjargað lífi barna á næstu vikum þá verðum við að stórauka hjálparstarfið.”

Barnaheill – Save the Children hafa starfað í Sómalíu í fjölda ára. Á undanförnum mánuðum hafa samtökin veitt fjölskyldum í suður – Sómalíu og Puntland neyðaraðstoð. Samtökin veita nú 9000 börnum mataraðstoð í hjálparstöðvum samtakanna víða í Sómalíu. Fjöldi vannærðra barna sem komið hafa í hjálparstöðvarnar hefur tvöfaldast á síðustu sex mánuðum.

Samtökin stefna að því að veita hálfri milljón barna sem verst eru sett og fjölskyldum þeirra nauðsynlega aðstoð. Hjálpin felur í sér mataraðstoð, næringaraðstoð, vatn og heilsugæslu.

Ben Foot heldur áfram: “Árið 1992 varð hungursneyð í Sómalíu og 200 þúsund manns létust. Við erum sem betur fer ekki komin í þá stöðu nú en ef við ekki bregðumst skjótt við mun fjöldi barna deyja á næstu mánuðum.”

<