Menntun í þágu friðar - ný skýrsla alþjóðasamtaka Barnaheilla

Í dag er alþjóðlegur kynningardagur alþjóðasamtaka Barnaheilla sem tileinkaður er menntun og friði. Deginum er ætlað að ýta úr vör alþjóðlegri umræðu  um menntun í þágu friðar. Af því tilefni kynna samtökin nýja skýrslu sem heitir á ensku "Where peace begins" (1.2 MB PDF). Markmiðið með alþjóðadeginum og skýrslunni er að vekja athygli á málefninu og virkja sem flesta til þátttöku í umræðunni um menntun og frið. Því fleiri sem taka þátt í þessari mikilvægu umræðu, þeim mun áhrifaríkarara er það fyrir útkomuna.

Í dag er alþjóðlegur kynningardagur alþjóðasamtaka Barnaheilla sem tileinkaður er menntun og friði. Deginum er ætlað að ýta úr vör alþjóðlegri umræðu  um menntun í þágu friðar. Af því tilefni kynna samtökin nýja skýrslu sem heitir á ensku "Where peace begins". Markmiðið með alþjóðadeginum og skýrslunni er að vekja athygli á málefninu og virkja sem flesta til þátttöku í umræðunni um menntun og frið. Því fleiri sem taka þátt í þessari mikilvægu umræðu, þeim mun áhrifaríkarara er það fyrir útkomuna.

Dagurinn er hluti af alþjóðaverkefni Barnaheilla um að bæta framtíð barna í stríðhrjáðum löndum með gæðamenntun (e.Rewrite the future). Alþjóðasamtök Barnaheilla leggja áherslu á að réttur barna til menntunar verði hluti af friðarviðræðum og friðarsamningum og að skólar verði friðarsvæði í átökum. Á sama tíma leggja Barnaheill áherslu á mikilvægi þess að veita gæðamenntun til að fyrirbyggja stríð eða endurtekinn stríðsátök – og sannfæra þannig stjórnvöld og ráðandi aðila um þátt menntunar í friði.

Samtök Barnaheilla víða um heim munu standa fyrir viðburðum í dag og næstu mánuði þar sem þemað er menntun í þágu friðar.

Hér eru nokkur dæmi um viðburði sem Barnaheill- Save the Children verða með þann 12. mars:

  • Ísland: Málþing í Snælandsskóla kl. 14, í samvinnu við Snælandsskóla, Alþjóðahús og Háskóla Íslands
  • Ástralía: Málþing um menntun og frið
  • Líbería: Tónleikar í þágu friðar
  • Súdan:  Myndasamkeppni, þar sem börn mála myndir um sína sýn á menntun og frið
  • Sri Lanka: Tekin verða upp skilaboð frá börnum sem lent hafa í stríðsátökum