Menntun fagfólks um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum

Þann 5. apríl kynntu stjórnvöld tillögur að aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum.
Meðal þess sem lagt var til að framkvæmt yrði var fræðsla um kynferðisofbeldi og að efla átakið Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi. Af þessu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi vekja athygli á rýru námsframboði og skorti á stefnumörkun í kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Margrét Júlía Rafnsdóttir og Þóra Jónsdóttir, verkefnastjórar hjá Barnaheillum, skrifuðu grein um málið.

Þann 5. apríl kynntu stjórnvöld tillögur að aðgerðum til að bregðast við neyðarástandi vegna kynferðisbrota gegn börnum. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er svartur blettur á samfélagi okkar, eins og forsætisráðherra komst svo vel að orði í kynningu á nefndum tillögum. 

Meðal þess sem lagt var til að framkvæmt yrði í bráð var fræðsla um kynferðisofbeldi og að átakið Vitundarvakning gegn kynferðislegu ofbeldi yrði eflt. Af þessu tilefni vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi vekja athygli á rýru námsframboði og skorti á stefnumörkun í kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Er þar átt við nám sem ætlað er fólki sem kemur til með að vinna með börnum eða að málefnum barna, í háskólum landsins og ekki síður í Lögregluskóla ríkisins.

Könnun Barnaheilla 

Á árinu 2007 létu Barnaheill gera könnun sem gefin var út í skýrslu sem nefndist „Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Úttekt á kennsluháttum í íslenskum háskólum“. Var þar kannað hvernig staðið væri að fræðslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum fyrir nemendur sem væru að mennta sig til að vinna með börnum eða að málefnum þeirra, s.s. í sálfræðinámi, félagsráðgjöf eða kennaranámi. Rannsóknin leiddi í ljós að stefnu skorti og einungis 32 námskeið í allt fjölluðu að einhverju leyti með beinum hætti um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Jafnframt kom í ljós að mjög var á reiki hvernig staðið væri að kennslu um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. 

Einungis í fimm tilfellum af 32 innihélt kennsluskrá upplýsingar um að viðkomandi námskeið varðaði að einhverju leyti kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Oft var um valnámskeið að ræða. Við val nemenda á námskeiðum í kennsluskrá er leitað upplýsinga um námskeiðslýsingu. 

Það er því mikilvægt að í kennsluskrám komi fram skýrar upplýsingar um að fjallað sé um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum í námskeiðum. Annars vegar svo að áhugasamir nemendur viti hvar fræðslu um efnið er að finna og geti valið sér viðeigandi námskeið og hins vegar til þess að líklegra sé að staðið verði við að halda fræðslu um efnið inni í námskeiðinu, en það verði ekki látið víkja fyrir öðru. 

Skýrsla þessi var kynnt víða, m.a. fyrir háskólunum og lögregluskólanum og lagðar voru fram tillögur til úrbóta.

Staðan í dag?

Samkvæmt könnun sem nú hefur verið gerð, fimm árum síðar, hefur nánast engin breyting orðið á uppl&yacu