Mikil grimmd og tillitsleysi á netinu

Loftur Kristjánsson, rannsóknarlögreglumaður sér um rannsóknir á ábendingum um ólöglegt eða óviðeigandi efni á netinu sem berast í gegnum Ábendingahnapp Barnaheilla. Hann er rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum og er einnig með diplómanám í afbrotafræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Loftur hefur sérhæft sig í rannsóknum á tölvum, símum og öðrum gagnavörslum, en auk þess  hefur hann starfað við kynferðis afbrotarannsóknir í fjölda ára.

Loftur Kristja´nssonLoftur Kristjánsson, rannsóknarlögreglumaður sér um rannsóknir á ábendingum um ólöglegt eða óviðeigandi efni á netinu sem berast í gegnum Ábendingahnapp Barnaheilla. Hann er rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum og er einnig með diplómanám í afbrotafræði frá Kaupmannahafnarháskóla. Loftur hefur sérhæft sig í rannsóknum á tölvum, símum og öðrum gagnavörslum, en auk þess  hefur hann starfað við kynferðis afbrotarannsóknir í fjölda ára.

Í gegnum ábendingalínuna berast árlega fjöldi ábendinga þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt og/eða þau beitt kynferðisofbeldi. Slíkt ofbeldi getur haft langvarandi og skaðleg áhrif á börn, en framleiðsla, varsla, dreifing og skoðun á slíku efni er ólögleg.

Frá því Loftur tók við Ábendingalínunni á síðasta ári segist hann hafa fundið aukningu í ábendingum sem snúa að samfélagsmiðlum og öppum sem krakkar nota í snjallsímum. Símarnir séu orðnir algengari en áður og stundum berist ábendingar um einelti til dæmis í bylgjum vegna aukinnar notkunar á þessari tækni. Með því að gera krakkana meðvitaðri um afleiðingarnar og umræðu lagist þetta þó yfirleitt.

„Krakkar þurfa að átta sig á því að ef einhver tekur mynd af þeim, þá á hann myndina og getur notað hana eins og honum sýnist. Það koma reglulega upp mál þar sem krakkar hafa orðið það sem ég kalla „skyndiskotnir“ í einhverjum, sem platar þá til að gefa sér myndir, og þá getur viðkomandi lent í mjög leiðinlegum málum.

Ást á þessum aldri er oft bundin við stuttan tíma, þótt þú sért hrifin í dag er staðan kannski breytt á morgun og þá er hægt að nota hlutina gegn þér. Það er mikil grimmd, hugsunarleysi og tillitsleysi í sumum þessara mála.“

Ábendingalínan er styrkt af Safer Internet áætlun Evrópusambandsins og aðili að SAFT verkefninu. Á árinu 2012 bárust meira en ein milljón ábendinga í gegnum InHope, regnhlífasamtök ábendingalína. Af þeim voru 37 þúsund ábendingar sem sýndu kynferðislegt ofbeldi gegn meira en 20 þúsund börnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Interpol hafa einungis um 800 þessara barna fundist og fengið nauðsynlegan stuðning. Loftur talar í sumum tilfellum beint við fórnarlömbin hér á landi, eða fólkið sem tilkynnir málin til að fá betri upplýsingar og stundum til að veita aðstoð. Hann er einnig í samvinnu við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúa Íslands vi