Mikil óánægja með seinagang í ákvörðunatöku um flóttamenn

Barnaheill – Save the Children lýsa yfir mikilli óánægju með hægagang í ákvarðanatöku varðandi flóttamenn, bæði hér á landi og í Evrópu. Á fundi þjóðarleiðtoga Evrópu í Brussel fyrr í vikunni mistókst þeim enn einu sinni að grípa til tafarlausra aðgerða til að leysa vandann. Hér á landi hefur ekkert heyrst frá nefnd um flóttamenn sem sett var á laggirnar fyrir tveimur vikum.

Sýrlensk fjölskylda á flótta - komin til evrópuBarnaheill – Save the Children lýsa yfir mikilli óánægju með hægagang í ákvarðanatöku varðandi flóttamenn, bæði hér á landi og í Evrópu. Á fundi þjóðarleiðtoga Evrópu í Brussel fyrr í vikunni mistókst þeim enn einu sinni að grípa til tafarlausra aðgerða til að leysa vandann. Hér á landi hefur ekkert heyrst frá nefnd um flóttamenn sem sett var á laggirnar fyrir tveimur vikum.

Afar brýnt er að grípa til aðgerða nú þegar til að tryggja móttöku flóttafólks, sérstaklega þegar litið er til þess að þúsundir manna, kvenna og barna fá ekki nokkra aðstoð eða að þeim er komið fyrir í óásættanlegu húsnæði, oft yfirfullu og jafnvel ekki boðlegt manneskjum. Staða þeirra  versnar með hverjum deginum og þolir ekki frekari bið á ákvörðunum.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi sendu fulltrúum í ráðherranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda erindi þann 2. september, þar sem skorað var á þá að bregðast tafarlaust við ástandinu.

Jafnframt settu alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children fram fimm liða áætlun fyrir Evrópuleiðtoga þar sem ítrekað er hvað þarf að gera til að stemma stigu við þessum risavaxna vanda.

  1. Halda áfram leitar- og björgunarleiðöngrum á Miðjarðarhafinu með það að markmiði að bjarga lífum
  2. Koma á öruggum og löglegum leiðum til Evrópu til að koma í veg fyrir mansal og smygl á fólki
  3. Bráðnauðsynlegt er að auka þjónustu og stuðning á móttökustöðvum
  4. Koma á verkefnum sem miða að því að finna fólkinu nýja dvalarstaði, með sérstakri áherslu á börn
  5. Hafa áætlanir á hverju svæði – auk nægilegrar hjálpar fyrir löndin sem flóttamennirnir eru að flýja og taka á rótum flóttamannavandans

“Barnaheill – Save the Children hafa gífurlegar áhyggjur af því að þúsundir barna verða fyrir miklu andlegu álagi vegna þess að sum Evrópulönd hafa lokað landamærum sínum. Við vitum að þegar lönd eru ekki viðbúin því að taka á móti þúsundum flóttamanna skapast ringulreið sem hefur slæm áhrif á börn. Þetta hefur í mörgum tilfellum orðið til þess að börn hafa ekki fengið nægilegan svefn og verða berskjölduð fyrir ofbeldi og mansali,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

 

M