Ríflega ein milljón barna í hættu í Líbíu

Liba_02032011Barnaheill – Save the Children vara við því að ríflega ein milljón barna í Vestur-Líbíu sé í alvarlegri hættu nú þegar alvarlegt neyðarástand vofir yfir landinu og liðsafli ríkisstjórnarinnar berst við mótmælendur um yfirráð yfir lykilbæjum og borgum, þ. á m. höfuðborg landsins Trípolí.

Liba_02032011
Flóttamenn rétt við landamæri Túnis. Ljósmynd: Barnaheill - Save the Children.

Barnaheill – Save the Children vara við því að ríflega ein milljón barna í Vestur-Líbíu sé í alvarlegri hættu nú þegar alvarlegt neyðarástand vofir yfir landinu og liðsafli ríkisstjórnarinnar berst við mótmælendur um yfirráð yfir lykilbæjum og borgum, þ. á m. höfuðborg landsins Trípolí.

Barnaheill – Save the Children hafa safnað vitnisburði frá fjölskyldum og börnum í Trípólí og aðliggjandi bæjum. Þar kemur fram ótti við dauða, meiðsli og handtökur í herferð líbískra öryggissveita gegn mótmælendum. Áætlað er að ríflega ein milljón barna búi á svæðinu.

„Sú hætta, sem pólítískt ofbeldi og afleiðingar þess, skapar börnum er gríðarleg og lýsir sér m.a. í skorti á helstu nauðsynjavörum, “ segir Gareth Owen, framkvæmdastjóri neyðarhjálpar Barnaheilla – Save the Children. „Ástandið í Líbíu gæti á mjög skömmum tíma farið úr böndunum og það yrði gríðarlegt áfall fyrir hundruðir þúsunda barna, sem myndu neyðast til að yfirgefa heimili sína eða, það sem verra er, gætu dregist inn í alvarleg átök.“

Þrettán ára drengur frá Trípolí, sem Barnaheill – Save the Children ræddu við, lýsti óttanum sem ríkir í borginni. „Ég er skelfingu lostinn, hræddur, óöruggur og ég óttast að missa foreldra mína,“ sagði hann. „Ég hef heyrt um feður vina minna sem hafa verið teknir og hafa „horfið“.“

Talið er að um 700 þúsund börn búi í Trípólí, þar sem ástand mannúðarmála er enn óljóst vegna erfiðleika við að fá beinan aðgang að borgurunum. Fréttir frá borginni benda til þess að skólum hafi verið lokað og fjöldi fólks kjósi frekar að halda kyrru heima fyrir heldur en eiga það á hættu að lenda í sigti öryggissveitanna sem hafa eftirlit með götunum.

Í borginni Zawiya, sem mótmælendur ráða, ræddu Barnaheill – Save the Children við móður sem lýsti ótta sínum við að fjölskylda hennar myndi dragast inn í átök ef liðsafli ríkisstjórnarinnar, sem nú umkringir borgina, myndi reyna að taka völdin að nýju. „Ég hef heyrt að málaliðar hafi umkringt svæðið og komi í veg fyrir að aðföng berist,“ sagði móðirin. „Ég hef áhyggjur af því að þetta umsátur muni lei&