Milljónir barna enn án hjálpar í Pakistan

pakistan_crossing_14_minniMánuði eftir að flóðin í Pakistan hófust, hefur ekki tekist að veita 2,3 milljónum barna undir 5 ára aldri lífsnauðsynlega hjálp. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children.

pakistan_crossing_14_minniMánuði eftir að flóðin í Pakistan hófust, hefur ekki tekist að veita 2,3 milljónum barna undir 5 ára aldri lífsnauðsynlega hjálp. Þetta er mat Barnaheilla – Save the Children.

Barnaheill – Save the Children, sem hafa náð til ríflega 305 þúsund barna og fullorðinna á síðustu fjórum vikum, benda á að aðeins 10% þeirra sem urðu að flýja heimili sín vegna flóðanna hafi fengið aðstoð. Gríðarlegt umfang hamfaranna, eyðilegging vega og brúa hafa gert hjálparstarf erfitt. Mengað flóðavatn þekur enn um það bil fimmtung landsins. Á sumum svæðum, eru þorp í raun eyjar sem vöruflutningabílar með hjálpargögn komast ekki til. Heilu fjölskyldurnar verða því að vaða í gegnum vatnsmikil svæði til að ná til stöðva þar sem matvæladreifing fer.

„Milljónir manna, þar af fjölmörg börn, eiga lítið sem ekkert nema fötin sem þeir standa í eftir flóðin. Fátækar fjölskyldur eiga nú alls ekkert og þarfnast aðstoðar við að fæða, klæða og skýla börnum sínum,“ segir Sonia Khush, framkvæmdastjóri neyðarhjálpar Barnaheilla – Save the Children, en hún er stödd í Pakistan. „Við erum að tala um ástand þar sem börn berjast við að komast af, þar sem skortur á mat, hreinu vatni, skýlum og heilbrigðisþjónustu getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Við höfum miklar áhyggjur af því að vannæring geti aukist og reynum af fremsta megni að sporna gegn andlátum vegna læknanlegra sjúkdóma, á borð við niðurgang. Þá hvetjum við mæður til að fæða ungbörn einvörðungu á brjóstamjólk, til að vernda þau og næra sem best.“

Ríflega 17,6 milljónir manna hafa flosnað upp frá heimilum sínum í Pakistan. Samtökin álíta að 3,5 milljónir stúlkna og drengja séu í mikilli hættu að fá sjúkdóma sem berast með menguðu vatni, svo sem niðurgang, blóðsótt og taugaveiki. Þessu til viðbótar, munu um það bil 100.000 konur eignast börn á næstu 30 dögum á flóðasvæðunum.

„Fjölskyldur búa við ömurlegar aðstæður, s.s. með búfénaði í bráðabirgðaskýlum við miklar umferðaræðar eða deila einni lítilli skólastofu með fimm til sex öðrum fjölskyldum,“ segir Sonia Khush. „Aðstæðurnar á flóðasvæðunum eru sérlega hættulegar börnum, sérstaklega nýburum og ungbörnum. Við leggjum nótt við dag til að ná til barna sem bráðvantar mat, skjól og læknisþjónustu. En þó vatnið taki að sjatna, munu fjölskyldur enn þurfa á stuðningi okkar að halda og þetta