Mistök við útsendingu vegna styrktargjalds Barnaheilla

Þau leiðu mistök urðu við útsendingu hjá SPRON þar sem verið var að minna á áður útsenda greiðsluseðla vegna styrktargjalds Barnaheilla fyrir árið 2002 að rangar upphæðir voru á seðlunum.

Þau leiðu mistök urðu við útsendingu hjá SPRON þar sem verið var að minna á áður útsenda greiðsluseðla vegna styrktargjalds Barnaheilla fyrir árið 2002 að rangar upphæðir voru á seðlunum.

Þeir styrktarfélagar Barnaheilla sem fengið hafa slíka seðla eru beðnir velvirðingar á mistökunum sem SPRON tekur fulla ábyrgð á. Starfsfólk Barnaheilla er mjög leitt yfir þeim óþægindum sem þetta hefur valdið hlutaðeigandi styrktarfélögum samtakanna. Þeir fá sent afsökunarbréf með réttum upplýsingum og eru vinsamlega beðnir að henda bréfinu sem barst með póstinum í morgun.