Mjúkdýraleiðangur IKEA, Barnaheilla - Save the Children og UNICEF

Átakið árið 2010 snýst um að bjóða viðskiptavinum IKEA að ganga til liðs við Mjúkdýraleiðangurinn og standa þannig vörð um rétt barna til menntunar. Þetta er í sjöunda sinn sem mjúkdýraleiðangurinn er farinn.

 

Átakið árið 2010 snýst um að bjóða viðskiptavinum IKEA að ganga til liðs við Mjúkdýraleiðangurinn og standa þannig vörð um rétt barna til menntunar. Þetta er í sjöunda sinn sem mjúkdýraleiðangurinn er farinn. Frá upphafi átaksins árið 2003 hafa safnast 22,8 milljónir evra sem bætt hafa líf rúmlega átta milljóna barna í Asíu, Afríku og Mið- og Austur-Evrópu. Öll 38 IKEA löndin/svæðin bjóða nú viðskiptavinum að taka þátt í leiðangrinum. Með samstilltu átaki viðskiptavina, ríflega 300 IKEA verslana, Barnaheilla -- Save the Children og UNICEF verður hægt að halda áfram með menntunarverkefni um allan heim og hefja ný.