Vertu með í Mjúkdýraleiðangri IKEA, Barnaheilla ? Save the Children og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)

PE298297Fyrir hvert mjúkdýr sem þú kaupir á tímabilinu 1. nóvember til 23. desember nk. gefur IKEA sjóðurinn (IKEA Foundation) sem nemur einni evru (160 kr.) til Barnaheilla – Save the Children og UNICEF til að styðja við menntun bágstöddustu barnanna. Þetta er í áttunda sinn sem mjúkdýraleiðangurinn er farinn.

PE298277Fyrir hvert mjúkdýr sem þú kaupir á tímabilinu 1. nóvember til 23. desember nk. gefur IKEA sjóðurinn (IKEA Foundation) sem nemur einni evru (160 kr.) til Barnaheilla – Save the Children og UNICEF til að styðja við menntun bágstöddustu barnanna. Þetta er í áttunda sinn sem mjúkdýraleiðangurinn er farinn.

Viðskiptavinir IKEA geta, með þátttöku í Mjúkdýraleiðangurinn, staðið vörð um rétt barna til menntunar. Frá upphafi átaksins árið 2003, hafa safnast 35,2 milljónir evra (5,6 milljarðar kr.) sem farið hafa til 95 mismunandi verkefna í 45 löndum í þremur heimsálfum. Þessir fjármunir hafa bætt líf rúmlega átta milljóna barna og nýtast m.a. til þjálfunar kennara, stuðnings við tvítyngda menntun, til byggingar barnvænna skóla með bættri hreinlætisaðstöðu og til að tryggja rennandi vatn. Allir þessir þættir hjálpa börnum að halda heilsu, sækja skólann og ná árangri. Ein evra (160 kr.) er ef til vill ekki mikill peningur í huga þeirra viðskiptavina IKEA, sem kaupa mjúkdýrin, en hún nægir til að kaupa ritföng og bækur fyrir fimm börn. IKEA, Barnaheill – Save the Children og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) vita að með góða menntun í farteskinu, eru börn betur undir það búin að sjá um sig og fjölskyldu sínar. 69 milljónir barna í heiminum verða í dag af þeim grundvallar mannréttindum að ganga í skóla, ýmist vegna fátæktar, fötlunar, átaka og misréttis.

Með samstilltu átaki viðskiptavina, ríflega 300 IKEA verslana, Barnaheilla – Save the Children og Barnahjálpar S.þ. (UNICEF) verður hægt að halda áfram með menntunarverkefni um allan heim og hefja ný. Árið 2010 söfnuðust 11,4 milljónir evra (1,8 milljarðar kr.) í Mjúkdýraleiðangrinum en í ár er markið sett á 12 milljónir evra (1,9 milljarðar kr.).

Í ár verður einnig hægt að láta gott af sér leiða innanlands með kaupum á IKEA-mjúkdýri. Við útganginn í versluninni er söfnunarkassi þar sem hægt verður að setja mjúkdýrið. Þau mjúkdýr, sem safnast þar, verða gefin til Barnaspítala Hringsins og munu áreiðanlega stytta börnum þar. Þannig er hægt að gefa tvisvar með kaupum á einu mjúkdýri.