Mjúkdýraleiðangur IKEA skilar 258 milljónum

Viðskiptavinir IKEA um allan heim söfnuðu 10,5 milljónum evra, eða sem svarar 258 milljónum íslenskra króna, í Mjúkdýraleiðangri IKEA 2012. Þar af söfnuðust rúmlega tvær milljónir á Íslandi sem renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Fjármagnið rennur til menntunar barna í Asíu, Afríku og Mið- og Austur Evrópu. Börn á Barnaspítala Hringsins njóta líka góðs af söfnuninni, því viðskiptavinir IKEA á Íslandi gáfu 333 mjúkdýr sem börn á spítalanum fá.

Viðskiptavinir IKEA um allan heim söfnuðu 10,5 milljónum evra,Mjúkdýr2012 eða sem svarar 258 milljónum íslenskra króna, í Mjúkdýraleiðangri IKEA 2012. Þar af söfnuðust rúmlega tvær milljónir á Íslandi sem renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Fjármagnið rennur til menntunar barna í Asíu, Afríku og Mið- og Austur Evrópu. Börn á Barnaspítala Hringsins njóta líka góðs af söfnuninni, því viðskiptavinir IKEA á Íslandi gáfu 333 mjúkdýr sem börn á spítalanum fá.

IKEA Foundation gefur eina evru fyrir hvert mjúkdýr sem seldist á tímabilinu 4. nóvember til 29. desember í yfir 300 IKEA verslunum um allan heim. Markmið leiðangursins í þetta skiptið var að safna 10 milljónum evra.

,,Hjá IKEA eru börn mikilvægasta fólkið. Við viljum stuðla að velferð þeirra og okkur finnst að öll börn eigi rétt á góðri menntun, hvar í heiminum sem þau búa," segir í fréttatilkynningu frá Ikea.

Söfnunarféð verður notað til að gera skóla í Asíu, Afríku og Mið- og Austur-Evrópu barnvænni, með vel þjálfuðum kennurum fyrir öll börn, stúlkur og drengi, þar með talin börn úr minnihlutahópum og börn með sérþarfir. Í þessu felst einnig bætt hreinlætisaðstaða og rennandi vatn, en þessir þættir hjálpa börnum að halda heilsu, sækja skólann og ná árangri.

Mjúkdýrin sem söfnuðust hér fyirir börn á Barnaspítala Hringsins voru afhent spítalanum á föstudaginn, þar sem þau fá að gleðja börn sem þar þurfa að dvelja.