Lögfesting Barnasáttmálans: Hvernig tryggjum við rétt allra óháð uppruna?

Í tilefni af lögfestingu Barnasáttmálans verður efnt til tveggja morgunverðarfunda þar sem fjallað verður um hvernig hægt sé að tryggja rétt allra barna á Íslandi óháð uppruna.

Barnasáttmáli.fundurÞann 20. febrúar 2013 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálinn, lögfestur á Alþingi Íslendinga.  Í tilefni af lögfestingunni verður efnt til tveggja morgunverðarfunda þar sem fjallað verður um hvernig hægt sé að tryggja rétt allra barna á Íslandi óháð uppruna. Fundirnir verða haldnir á Grand hótel 19. september og 20. nóvember frá 8.15- 10:30.  Þess má geta að 20. nóvember er afmælisdagur Barnasáttmálans og eru þá liðin 24 ár frá því að hann var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Lögfesting Barnasáttmálans markaði kaflaskil fyrir stöðu barna á Íslandi, en með ákvörðun Alþingis voru einstaklingsbundin réttindi barna staðfest með afgerandi hætti. Lögfesting Barnasáttmálans er mikil réttarbót fyrir börn á Íslandi. Í sáttmálanum er kveðið á um þau réttindi sem öll börn eiga að njóta óháð uppruna eða aðstæðum þeirra eða foreldra þeirra. Öll börn á Íslandi eiga rétt á að lifa og þroskast, njóta menntunar, heilsugæslu, umönnunar og verndar gegn hvers kyns ofbeldi. Öll börn eiga rétt til tómstunda og leikja og að tjá sig.

Að morgunverðarfundunum standa Teymi um málefni innflytjenda, umboðsmaður barna, Barnaheill - Save the Children á Íslandi, UNICEF á Íslandi,  Námsgagnastofnun, Reykjavíkurborg, Samtökin Móðurmál og Samtök kvenna af erlendum uppruna.

Á fundinum þann 19. september mun Hjördís Eva Þórðardóttir vera með erindi sem nefnist Lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Hvað nú?, Dagbjört Ásbjörnsdóttir, forstöðumaður frístundamiðstöðvarinnar Kampur verður með erindið Frístundir fyrir alla? Skipulagt frístundastarf í fjölmenningarlegu samfélagi, Renata Emilsson Peskova verður með erindi sem nefnist Að tryggja rétt barna til móðurmálakennslu,  Guðni Olgeirsson sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu mun fjalla um menntun barna af erlendum uppruna og helstu niðurstöður HringÞings og áskoranir í kjölfar löggildingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Fundarstjóri verður Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Fundirnir eru öllum opnir. Kostnaður fyrir hvern fund er kr. 2300 og er morgunverður innifalinn. Greiða þarf við innganginn. Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið: womeniniceland@women