Mun einhver hlusta?

Heimilisofbeldi viðgengst og hefur verið til frá örófi alda. Víða um heim er heimilisofbeldi álitið einkamál fjölskyldunnar og óviðkomandi öðru fólki. Áður en „barnavernd“ ruddi sér til rúms hér á landi með barnaverndarlögum árið 1932 þótti ofbeldi gagnvart börnum jafnvel ekkert tiltökumál. Mörg börn voru á heimilum sínum beitt harðræði í uppeldisskyni. 

Kolbrún BaldursdóttirHeimilisofbeldi viðgengst og hefur verið til frá örófi alda. Víða um heim er heimilisofbeldi álitið einkamál fjölskyldunnar og óviðkomandi öðru fólki. Áður en „barnavernd“ ruddi sér til rúms hér á landi með barnaverndarlögum árið 1932 þótti ofbeldi gagnvart börnum jafnvel ekkert tiltökumál. Mörg börn voru á heimilum sínum beitt harðræði í uppeldisskyni. 

Öll viljum við geta litið á heimilið sem griðastað sem veitir öryggi og ró. Þannig er því ekki farið á heimilum þar sem annað eða báðir foreldrarnir beita ofbeldi. Þá er heimilið jafnvel hættulegasti staðurinn að vera á. 

Ofbeldi getur verið andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Sá sem beitir fjölskyldu sína ofbeldi eirir stundum engum fjölskyldumeðlimi og gildir þá einu hvort um sé að ræða ung börn eða fullorðna heimilismenn. Þótt ofbeldinu sé ef til vill ekki beint að börnunum á heimilinu fara Þau ekki varhluta af því. Börnin verða nánast undantekningalaust vitni að því með einum eða öðrum hætti. Þau eru næm á tilfinningalegt ástand foreldra sinna og skynja vel óttablandið andrúmsloft heimilislífs þar sem ofbeldi viðgengst. Við slíkar aðstæður ríkir óstöðugleiki á heimili og viðvarandi óvissa um hvort vænta megi ofbeldisuppákomu í dag, á morgun, á jólum eða páskum. Skaðsemi þessara aðstæðna er iðulega mikil og djúpstæð. Líkamlegur skaði grær ef til vill að mestu en hinn sálræni getur varað ævilangt. 

Þar sem heimilisofbeldi viðgengst er grunnþörfum barna oft ekki nægjanlega sinnt. Líf þess foreldris sem ofbeldið beinist að gengur gjarnan út á að friðþægja ofbeldisaðilann, reikna út atferli hans og finna leiðir til að verja sig og börnin. Áhrif þess að búa við langvarandi óöryggi á heimili grefur undan trausti barns og trú þess á sína nánustu sem umönnunaraðila. Mörg neyðast til að kveðja barnæskuna og fara að „bjarga sér“ löngu áður en þroski leyfir. Eldri systkini fara að taka ábyrgð á þeim yngri og reyna að veita þeim skjól. Sum börn leggja sig jafnvel í hættu við að verja það foreldri sem verður fyrir ofbeldinu. Mörg börn á ofbeldisheimilum eru farin að sinna heimilisverkum þótt þau hafi hvorki aldur né þroska til. 

Önnur hlið slæmra afleiðinga heimilisofbeldis á börn er að þau telja mörg hver að ofbeldið hljóti að vera þeim að kenna, jafnvel vegna þess að þau hafi ekki verið nógu góð. Þau velta fyrir sér hvernig þau geti verið betri eða hvað þ