Kynferðisofbeldi gegn börnum. Hvað er til ráða?

Barnaheill eiga aðild að samstarfshópnum Náum áttum. Fyrsti fundur vetrarins verður miðvikudaginn 15. september kl 8:30-10:00 í gegnum fjarfundarbúnað. Fjallað verður um kynferðisofbeldi gegn börnum, forvarnir og viðbrögð. Á meðal fyrirlesara er Sigríður Björnsdóttir verkefnastjóri innlendra verkefna Barnaheilla og fundarstjóri verður Linda Hrönn Þórisdóttir leiðtogi innlendra verkefna Barnaheilla. Skráning á fundinn fer fram í gegnum http://naumattum.is/

 Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan: