Námstefna Barnaheilla og embættis ríkislögreglustjóra:

Erlendir sérfræðingar leiðbeina í
baráttunni gegn barnaklámi á Netinu

Barnaheill og embætti ríkislögreglustjóra héldu lokaða námstefnu undir yfirskriftinni „Stöðvum barnaklám á Netinu" föstudaginn 28. mars sl. Meðal fyrirlesara voru Terry Jones, rannsóknarlögreglumaður frá Manchester, og Cormac Callanan, framkvæmdastjóri Inhope-samtakanna. Barnaheill eiga aðild að Inhope sem eru alþjóðleg regnhlífarsamtök ábendingalína gegn barnaklámi, kynþáttafordómum og öðru ólöglegu/skaðlegu efni á Netinu.

Erlendir sérfræðingar leiðbeina í baráttunni gegn barnaklámi á Netinu

Barnaheill og embætti ríkislögreglustjóra héldu lokaða námstefnu undir yfirskriftinni „Stöðvum barnaklám á Netinu" föstudaginn 28. mars sl. Meðal fyrirlesara voru Terry Jones, rannsóknarlögreglumaður frá Manchester, og Cormac Callanan, framkvæmdastjóri Inhope-samtakanna. Barnaheill eiga aðild að Inhope sem eru alþjóðleg regnhlífarsamtök ábendingalína gegn barnaklámi, kynþáttafordómum og öðru ólöglegu/skaðlegu efni á Netinu.

Að sögn Kristínar Jónasdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla, voru flutt fjölmörg áhugaverð erindi og farið yfir málin frá mörgum hliðum. „Skoðuð voru tæknimál, lagalegar skilgreiningar, velferð í starfi og félagslegt umhverfi vændis á Íslandi, auk þess sem málin voru rædd frá sjónarhóli hýsingaraðila, svo fátt eitt sé nefnt. Við þökkum samstarfsaðilum hjá ríkislögreglustjóraembættinu fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd námstefnunnar sem um 50 aðilar víðs vegar að sóttu.“