Neðanjarðarbyrgi ekki lengur örugg fyrir börn í Aleppo

Börn í Aleppo í Sýrlandi eru í svo mikilli hættu vegna sprengjuárása að þau geta ekki hætt á að fara í skóla sem hafa verið færðir neðanjarðar.

Drengur lýsir ástandi skólaBörn í Aleppo í Sýrlandi eru í svo mikilli hættu vegna sprengjuárása að þau geta ekki hætt á að fara í skóla sem hafa verið færðir neðanjarðar.

Nýtt skólaár hefst í landinu á morgun og var áformað að opna skóla í austurhluta borgarinnar vegna þess. Harðnandi átök gera það að verkum að ekkert verður að opnun skólanna og um 100.000 börn á skólaaldri verða af rétti sínum til menntunar. Á sama tíma lifa þau í stöðugum ótta við að lenda í sprengjuárásum harðnandi átaka stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum sem eiga sér stað með stuðningi Rússa og Írana. Ástandið í borginni er verra en nokkru sinni á þeim fimm árum sem liðin eru frá upphafi átakanna.

Barnaheill – Save the Children styðja 13 skóla í austurhluta Aleppo. Starfsemi átta þeirra var flutt neðanjarðar á síðstu tveimur árum til að vernda börnin frá sprengjuárásum sem hafa verið daglegt brauð. Með notkun svokallaðra jarðskjálftasprengja, sem bora sig niður um allt að fimm metra áður en þær springa, eru jafnvel kjallarar skólanna í hættu.

Ómar* skólastjóri í austurhluta Aleppo segir að foreldrar séu hræddir við að senda börnin í skóla; „Nemendurnir búa við svo mikinn ótta og þjáningar á svo mörgum sviðum að það bitnar á líkamlegri og andlegri getu þeirra til daglegra athafna. Einbeiting við nám er sérstaklega erfið við þessar aðstæður.”

„Einungis hljóðið í þessum nýju sprengjum skapar hrylling og ótta sem er engu líkur. Eyðileggingarmátturinn er svo mikill. Svona sprengja eyðileggur kjallara og neðanjarðarbyrgi og byggingarnar eyðileggjast alfarið, ekki bara að hluta.”

Sko´li2Jarðskjálftasprengjurnar eru hannaðar til að eyðileggja hernaðarmannvirki. Máttur sprengingarinnar neðanjarðar er það mikill að hún skilur eftir sig gíg. Sprengjurnar hafa hræðileg áhrif á íbúðasvæði, þær drepa og limlesta fólk sem hélt að það væri öruggara í kjöllurum. Notkun þessara sprengja í Aleppo er hugsanlega stríðsglæpur.

Á síðustu fimm dögum hafa meira en 300 börn látið lífið eða slasast í austurhluta Aleppo. Með tilliti til hættunnar sem börnin búa við jafnvel á sínum eigin heimilum, er ekki öruggt að hafa skóla opna. Skólana skortir einnig nauðsynjar á borð við eldsneyti til að lýsa og hita kjallarana, þá skortir vatnsbirgðir, b&aeli