Nemendur í Árbæjarskóla styðja við börn í Úkraínu

Barnaheill tóku á móti hóp af 10. bekkingum í Árbæjarskóla í dag þar sem þau afhentu samtökunum 200.000 krónur til stuðnings börnum í Úkraínu. Nemendurnir söfnuðu upphæðinni með ýmsum fjáröflunarleiðum en söfnunin er hluti af valgrein sem nefnist ,,Start up”.

Í áfanganum stofna nemendurnir ,,fyrirtæki” og koma með hugmyndir að fjáröflunarleiðum en þau seldu peysur og taupoka, voru með vöfflustað og stofnuðu lítinn frímínútnaklúbb. Í áfanganum er lagt upp með að peningarnar sem safnast fari að hluta í góðgerðarmál og ákváðu nemendurnir í sameiningu að afhenda Barnaheillum söfnunarhagnaðinn fyrir börn í Úkraínu.

Barnaheill þakka nemendunum kærlega fyrir stuðninginn.

Hægt er að styðja við neyðarsöfnun Barnaheilla fyrir börn í Úkraínu hér