Nemendur í MA standa fyrir tónleikum til styrktar Barnaheillum

Magni og Eyþór Ingi
Magni og Eyþór Ingi

Þriðjudagskvöldið 29. apríl stóðu nemendur í lífsleikni í 4. bekk Menntaskólans á Akureyri fyrir stórtónleikum í Kvosinni til styrktar verkefnum Barnaheilla (Save the Children) sem stuðla eiga að menntun barna í stríðshrjáðum löndum.

 

Þriðjudagskvöldið 29. apríl stóðu nemendur í lífsleikni í 4. bekk Menntaskólans á Akureyri fyrir stórtónleikum í Kvosinni til styrktar verkefnum Barnaheilla (Save the Children) sem stuðla eiga að menntun barna í stríðshrjáðum löndum.

Meðal þeirra sem fram komu voru Magni Ásgeirsson (Á móti sól/Rock Star), Helena Eyjólfsdóttir, sem árum saman söng með hljómsveitum Ingimars og Finns Eydal, Jónas Þór Jónasson tenór en undirleik annaðis Kaldo Kiis, skólastjóri Tónlistarskólans á Dalvík og nýbakaður sigurvegari í Bandinu hans Bubba, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, en hann söng einmitt hlutverk frelsarans í uppfærslu MA og VMA á Superstar í Kvosinni. Eyþór og Magni slógu svo rækilega í gegn í lokalaginu sem þeir sungu saman við gífurleg fagnaðarlæti viðstaddra. Helga Maggý Magnúsdóttir (sigurvegari í söngkeppni MA) söng við undirleik frænda síns Alexander Nökkva Baldurssonar. Hlómsveitin Flashy Hannes lék undir söng Helenar Eyjólfs og spilað að auki tvöfrumsamin lög eftir gítarleikara hljómsveitarinnar Andi Ívarsson. Hljómsveitina skipa auk Anda Sigurður Marteinsson og Haraldur Björnsson allir nemenendur í 4. bekk MA. Kynnir var Dagmar Ýr Stefánsdóttir fréttakona.

Barnaheill þakka nemendum í MA fyrir að styrkja samtökin og einnig  öllum þeim sem komu að tónleikunum. Ágóði tónleikanna mun renna til verkefnaBarnaheilla í Kambódíu.