Nemendur í MS gáfu dagsverk til uppbyggingar skólastarfs í Kambódíu

Nemendur Menntaskólans við Sund lögðu niður hefðbundið skólastarf í gær og söfnuðu rúmri milljón króna fyrir uppbyggingu skólastarfs í afskekktum héruðum í Kambódíu. Nemendurnir fóru víðs vegar um bæinn og störfuðu m.a. á leik- og grunnskólum Reykjavíkur, hjá Höfuðborgarstofu, afgreiddu í Skífunni og flokkuðu krabbadýr á Náttúrufræðistofnun. Þeir aðilar sem MS-ingarnir unnu hjá samþykktu að veita fé til Barnaheilla í skiptum fyrir aðstoð nemendanna eina dagstund. Allt fé sem þannig safnaðist á þessum degi rennur óskipt til að byggja upp fljótandi skóla í Kambódíu.

Nemendur Menntaskólans við Sund lögðu niður hefðbundið skólastarf í gær og söfnuðu rúmri milljón króna fyrir uppbyggingu skólastarfs í afskekktum héruðum í Kambódíu. Nemendurnir fóru víðs vegar um bæinn og störfuðu m.a. á leik- og grunnskólum Reykjavíkur, hjá Höfuðborgarstofu, afgreiddu í Skífunni og flokkuðu krabbadýr á Náttúrufræðistofnun. Þeir aðilar sem MS-ingarnir unnu hjá samþykktu að veita fé til Barnaheilla í skiptum fyrir aðstoð nemendanna eina dagstund. Allt fé sem þannig safnaðist á þessum degi rennur óskipt til að byggja upp fljótandi skóla í Kambódíu.

Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir skólann verða við stöðuvatnið Tonle Sap í miðri Kambódíu. „Skólastofurnar verða á bambusbátum sem fljóta á vatninu og eru færðar á milli þorpa. Skólarnir eru þannig færðir til fólksins. Rauðu Khmerarnir réðu svæðinu við Tonle Sap-vatn þar til fyrir fjórum árum og vegna stefnu Khmeranna um að útrýma menntun og menntamönnum er enn verið að byggja þarna upp grunnskólastarf frá grunni.“ Verkefni Barnaheilla um uppbyggingu menntunar á þessu svæði er unnið í samstarfi við systursamtökin Redd Barna – Save the Children í Noregi.
Starfsfólk Barnaheilla – Save the Children á Íslandi þakkar nemendum við Menntaskólann við Sund kærlega fyrir þeirra frábæra framtak.