Barnaheill – Save the Children bregðast við neyðarástandi í héruðum Filippseyja sem urðu illa úti í fellibylnum Megi

filipinas-megi-1Barnaheill - Save the Children eru að hefja dreifingu á nauðsynlegum neyðarvarningi til barna og fjölskylda þeirra í Isabela-héraðinu sem varð mjög illa úti þegar fellibylurinn Megi fór yfir norðurhluta Filippseyja fyrr í vikunni.

Barnaheill - Save the Children eru að hefja dreifingu á nauðsynlegum neyðarvarningi til barna og fjölskylda þeirra í Isabela-héraðinu sem varð mjög illa úti þegar fellibylurinn Megi fór yfir norðurhluta Filippseyja fyrr í vikunni.

Fulltrúar samtakanna, sem leggja mat á ástandið í Isabel á austurströnd stærstu eyju Filippseyja, Luzon, telja að ríflega 630 þúsund börn og fullorðnir hafi orðið fyrir skaða af völdum fellibyljarins. Megi eyðilagði yfir 19 þúsund heimili og 63 þúsund heimili til viðbótar skemmdust. Þá fór fellibylurinn yfir mikilvægt uppskerusvæði í miklu landbúnaðarhéraði. 

„Þúsundir fjölskylda hafa þurft að yfirgefa heimili sín og margar þeirra munu ekki hafa nein hús að hverfa til þegar þær snúa til baka. Nú er þörfin mest fyrir mat og verkfæri til að nota við uppbyggingu og viðgerðir húsa sem og nauðsynlegan húsbúnað í stað þess sem glataðist í storminu,“ segir Petrína , framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Neyðaraðstoð samtakanna er fólgin í matargjöfum og fjölskyldupökkum sem innihalda nauðsynlegan húsbúnað. Þá munu Barnaheill – Save the Children styðja við bakið á skólastarfi og hjálpa foreldrum að ná aftur fjárhagslegri fótfestu svo þeir geti séð fyrir börnum sínum. 

„Til viðbótar við þessa grunnþjónustu við íbúa á svæðunum sem verst urðu úti á fyrstu dögunum eftir hamfarirnar, áætlum við að hjálpa börnum að snúa aftur í skóla,“ segir Petrína. „Börn glötuðu ritföngum sínum þegar fellibylurinn fór í gegnum þorp þeirra og heimili og margir skólar urðu illa úti. Við munum leggja okkar af mörkum til að gera við og búa út skóla auk þess sem við áætlum að dreifa skólavarningi svo börn verði ekki af menntun.“

Barnaheill – Save the Children hafa unnið á Filippseyjum í nær 30 ár. Samtökin eru stærstu alþjóðlegu frjálsu félagasamtökin sem starfa í þágu barna. Framtíðarsýn samtakanna er heimur þar sem sérhvert barn hefur fengið uppfylltan rétt sinn til lífs, verndar, þroska og þátttöku. Hlutverk samtakanna er að gjörbylta og bæta meðferð barna um allan heim og ná fram varanlegum breytingum til batnaðar á högum þeirra.