Barnaheill ? Save the Children með neyðaraðstoð til barna og fjölskyldna í Suður-Kirgistan

RS24941_Camp08-lpr_minniTalið er að kynþáttadeilur í Suður-Kirgistan hafa hrakið um 400 þúsund manns frá heimilum sínum. Þar af eru um 100 þúsund manns, aðallega börn, konur og eldra fólk, flóttamenn í nágrannaríkinu Úsbekistan.

RS24941_Camp08-lpr_minniTalið er að kynþáttadeilur í Suður-Kirgistan hafa hrakið um 400 þúsund manns frá heimilum sínum. Þar af eru um 100 þúsund manns, aðallega börn, konur og eldra fólk, flóttamenn í nágrannaríkinu Úsbekistan.

Barnaheill – Save the Children eru með neyðaraðstoð í borginni Osh í Suður-Kirgistan. Heilsuvörum og öðrum nauðsynjum hefur verið dreift til 5000 manns, þar af 400 fjölskyldna sem eru lokuð inni í hverfum sínum eða bráðabirgðaskýlum. Ofbeldisaldan hefur eyðilagt hluta borganna Osh og Jalal-Abad.

„Vöruflutningabílar með hjálpargögn eru að koma inn í landið og Kirgistanar eru að veita neyðaraðstoð en það nægir engan veginn til að mæta þessu hættuástandi,“ segir Will Lynch, svæðisstjóri Barnaheilla – Save the Children í Mið-Asíu. „Skaðinn er mun meiri en yfirvöld gefa upp. Hundruð þúsundir manna eru á vergangi og börnin eru í hættu.“

Barnaheill – Save the Children eru ein fárra alþjóðlegra mannúðarsamtaka sem starfa í Kirgistan en samtökin hafa verið með starfsemi þar frá árinu 1992.

Leggðu okkur lið - https://www.barnaheill.is/form_ssl/heillavinir.html