Neyðaraðstoð Barnaheilla vegna náttúruhamfara

Barnaheill -Save the Children sinna nú hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðunum í Perú og á flóðasvæðum í Suður-Asíu. Samtökin aðstoða einnig stjórnvöld í Norður-Kóreu vegna mikilla flóða í landinu sem valdið hafa miklum hörmungum

Barnaheill -Save the Children sinna nú hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðunum í Perú og á flóðasvæðum í Suður-Asíu. Samtökin aðstoða einnig stjórnvöld í Norður-Kóreu vegna mikilla flóða í landinu sem valdið hafa miklum hörmungum

Alþjóðasamtök Barnaheilla -Save the Children hafa sent út ákall til allra landsfélaga samtakanna og óska eftir fjárframlögum vegna hjálparstarfsins í Bangladesh, Indlandi, Nepal, Pakistan, Norður-Kóreu og Perú. www.savethechildren.net/

Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum til hjálparstarfsins geta lagt inn á reikning Barnaheilla á Íslandi 1158-26-000058 kt. 521089-1059 eða greitt með greiðslukorti.

Jarðskjálftarnir í Perú
Mikill jarðskjálfti reið yfir suðurströnd Perú föstudaginn 17. ágúst. Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children hafa sent út ákall til landsfélaga sinna um 3 milljóna dollara fjárstuðning (405 milljónir IKR) svo hægt sé að bregðast við þeirri miklu neyð sem nú ríkir á jarðskjálftasvæðunum. 

Barnaheill -Save the Children hafa sent tvö neyðarteymi til þeirra svæða sem verst urðu úti, Pisco og Chincha Alta. Lögð er áhersla á að koma gögnum skjótt til þurfandi barna og fjölskyldna þeirra. ,,Margir hafa þurft að flýja heimili sín" segir Rudy Von Bernuth formaður alþjóðlegs neyðarteymis Barnaheilla. ,,Þúsundir barna og fjölskyldna þeirra þurfa að hafast við undir berum himni, í görðum og á íþróttaleikvöngum. Það er forgangsverkefni að bregðast við fæðuskorti, skorti á hreinu vatni og læknisaðstoð. Börn eru sérstaklega viðkvæm og varnarlaus í því ástandi sem ríkir. "

Fréttir herma að borgirnar Pisco og Ica hafi orðið verst úti og þar hafi mikill fjöldi bygginga hrunið, 25% bygginga í Ica og 80% heimila í Pisco hafa eyðilagst. ,,Ástandið er skelfilegt" segir Richard Hartill, sem er yfirmaður starfs Barnaheilla- Save the Childrení Suður Ameríku. Hann segir börnin sofa undir berum himni, eftir að hafa misst heimili sín og allar eigur sínar.

Ekki er séð fyrir endann á hörmungunum, en heilu þorpin eru án læknisaðstoðar, matar og drykkjarvatns. Enn er fólk grafið í rústum, fjölskyldur eru á vergangi og hafa ekki húsaskjól. Eyðilegging á vega- og fjarskiptakerfi hamlar mjög björgunaraðgerðum.

Barnaheill - Save the Children hafa sent tvo hópa til að meta aðstæður og þarfir barnanna á svæðunum. Annar hópurinn fer til Pisco, en hinn til dreifbýlisins í nágrenni Ica. Í Pisco eru enn jarðhræringar og því er enn hætta á ferðum.

Flóðin í Suður -Asíu
Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the