Neyðaraðstoð og menntun barna í stríðshrjáðum löndum - óskað eftir framlögum

Barnaheill - Save the Children vinna að verkefnum í 120 löndum og er bæði um að ræða langtímaverkefni og neyðaraðstoð

Alþjóðlegt neyðarteymi Barnaheilla -Save the Children fundar í Reykjavík dagana 27.-29. júní og til umræðu er skilvirk neyðaraðstoð og hvernig Barnaheill - Save the Children geti unnið enn betur að því að bæta aðstæður barna í neyð. Barnaheill leggja áherslu á að grunnmenntun barna verði hluti af neyðaraðstoð, ekki síst á átakasvæðum þar sem neyðarástand hefur ríkt í langan tíma. Meðal staða þar sem nú ríkir mikil neyð er Darfur í Súdan og Chad og sinna Barnaheill -Save the Children neyðaraðstoð á þessum svæðum. Einnig vinna samtökin að því að bæta aðstæður íraskra barna sem eru flóttamenn í nágrannalöndum Íraks. Barnaheill á Íslandi leita eftir stuðningi einstaklinga fyrirtækja og stjórnvalda hér á landi til að byggja upp neyðarsjóð sem notaður verður þar sem þörfin er brýn.

Barnaheill - Save the Children vinna að verkefnum í 120 löndum og er bæði um að ræða langtímaverkefni og neyðaraðstoð

Alþjóðlegt neyðarteymi Barnaheilla -Save the Children fundar í Reykjavík dagana 27.-29. júní og til umræðu er skilvirk neyðaraðstoð og hvernig Barnaheill - Save the Children geti unnið enn betur að því að bæta aðstæður barna í neyð. Barnaheill leggja áherslu á að grunnmenntun barna verði hluti af neyðaraðstoð, ekki síst á átakasvæðum þar sem neyðarástand hefur ríkt í langan tíma. Meðal staða þar sem nú ríkir mikil neyð er Darfur í Súdan og Chad og sinna Barnaheill -Save the Children neyðaraðstoð á þessum svæðum. Einnig vinna samtökin að því að bæta aðstæður íraskra barna sem eru flóttamenn í nágrannalöndum Íraks. Barnaheill á Íslandi leita eftir stuðningi einstaklinga fyrirtækja og stjórnvalda hér á landi til að byggja upp neyðarsjóð sem notaður verður þar sem þörfin er brýn.

Barnaheill - Save the Children vinna jafnframt að langtímaverkefnum. Eitt af alþjóðaverkefnum samtakanna er verkefnið "Bætum framtíð barna" (e. Rewrite the future ) sem miðar að því að veita 8 milljónum barna í stríðshrjáðum löndum gæðamenntun fyrir árið 2010. Samtökin eru í samvinnu við heimamenn og stjórnvöld að vinna að því að byggja skóla, þjálfa kennara og útvega skólagögn og námsefni. Frá árinu 2005 hafa samtökin náð að bæta menntun 3 milljóna barna í meira en 20 stríðshrjáðum löndum. Alls þurfa samtökin um 30 milljarða íslenskra króna í verkefnið á alþjóðavísu og hefur nú safnast um helmingur þess fjár.

Barnaheill á Íslandi styðja menntaverkefni í Afganistan, Úganda og Kambódíu og er markmið okkar að safna 35 milljónum íslenskra króna á ári í þau verkefnin fram til ársins 2010. Utanríkisráðuneytið veitti Barnaheillum nýlega þriggja milljón króna styrk til menntaverkefnisins í Afganistan. Barnaheill á Íslandi leitar eftir stuðningi einstaklinga og fyrirtækja til að bæta framtíð barna í stríðshrjáðum löndum

Bætum framtíð barna
77 milljónir barna í heiminum í dag eru án viðundandi menntunar. Af þeim búa 39 milljónir barna í löndum þar sem ríkja átök eða hafa ríkt lengi. Samt sem áður fara einungis 23% af heildarframlagi ríku þjóðanna til menntunaraðstoðar til þessara landa. Stærsti hluti fjármagnsins fer til landa þar sem ríkir stöðugleiki.

Neyðarástand
Í Darfur í Súdan deyja daglega meira en 70 börn undir fimm ára aldri. Ofbeldið eykst stöðugt