Nú er hægt að styðja við mannréttindi barna og fá skattaafslátt í leiðinni

Nýlegar skattabreytingar, sem tóku gildi 1. nóvember 2021, gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að fá skattafrádrátt á móti stuðningi sínum við Barnaheill. Framlagið getur bæði verið stakt framlag, mánaðarlegt framlag í formi Heillavinar eða með kaupum á Heillagjöf. 

Samkvæmt nýju lögunum geta einstaklingar styrkt Barnaheill um allt frá 10 þúsundum til 350 þúsunda á ársgrundvelli til þess að fá skattaafslátt. Hjón geta styrkt fyrir allt að 700 þúsund. Fyrirtæki geta fengið skattafslátt sem nemur 1,5% af rekstrartekjum á ársgrundvelli. Styrkurinn kemur til lækkunar útsvars- og tekjuskattstofns á almanaksári. Barnaheill sjá um að koma upplýsingunum til RSK sem kemur skattaafslættinum til skila til þín.

Dæmi: Einstaklingur sem styrkir Barnaheill um 20 þúsund krónur fær skattafslátt að upphæð 7.600 krónur og greiðir því í raun 12.400 krónur fyrir 20 þúsund króna styrk til félagsins.*
Dæmi: Fyrirtæki sem styrkir Barnaheill um 1 milljón fær lækkun á tekjuskatti um 200 þúsund krónur. Fyrirtækið greiðir því í raun 800 þúsund fyrir 1 milljón króna styrk til félagsins.

Stuðningur þinn er okkur mikilvægur. Barnaheill eru rekin af frjálsum framlögum fyrir tilstuðlan Heillavina, mánaðarlegra styrktaraðila. Barnaheill eru Heillavinum ævinlega þakklát fyrir stuðninginn. Auk þess sækja samtökin um fjárhagslega styrki í gegnum ráðuneyti, fyrirtæki og ýmsa samfélagssjóði.

Þú getur lagt þitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni fyrir réttindum barna með því að gerast  Heillavinur og fengið skattafrádrátt á móti.

*Tekjuskattshlutfall er breytilegt. Hér er gert ráð fyrir skattahlutfalli meðaltekna. Fjárhæðir birtast á heilu hundraði króna.