Barnaheill fagna samningi um niðurgreiðslu tannlækninga

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna því að í dag verður samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar fyrir börn undirritaður. Í samningsdrögum sem lágu fyrir í mars síðastliðnum var gert ráð fyrir samningi til sex ára og að í lok samningstímans muni allir árgangar barna til 18 ára aldurs njóta fullrar endurgreiðslu tannlækninga að frádregnu komugjaldi, líkt og tíðkast á hinum Norðurlöndunum.

Tannheilbrigdi_2_minniBarnaheill – Save the Children á Íslandi fagna því að í dag verður samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um tannlækningar fyrir börn undirritaður. Í samningsdrögum sem lágu fyrir í mars síðastliðnum var gert ráð fyrir samningi til sex ára og að í lok samningstímans muni allir árgangar barna til 18 ára aldurs njóta fullrar endurgreiðslu tannlækninga að frádregnu komugjaldi, líkt og tíðkast á hinum Norðurlöndunum.

Barnaheill hafa verið ötull málsvari barna í þessum málum og afhentu Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra undirskriftalista á síðastliðnu ári. Þar höfðu tæplega sex þúsund manns skorað á stjórnvöld að tryggja íslenskum börnum þá tannvernd sem þau eiga rétt á samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem nú hefur verið lögfestur hér á landi. Á sextán ára tímabili hafði tannheilsa íslenskra barna farið út því að vera í hópi 10 efstu þjóða innan OECD í að vera í sjötta neðsta sæti og er þessi samningur mikilvægur þáttur í því að reyna að snúa þessari þróun við.

Í mars á síðasta ári stóðu Barnaheill jafnframt fyrir málþingi sem bar yfirskriftina: „Heilbrigðar tennur: mannréttindi eða forréttindi?“ Þar var fjallað um tannheilsu íslenskra barna og athygli vakin á hversu slæm tannheilsan væri orðin. Í kjölfar málþingsins sendu Barnaheill frá sér tilmæli til stjórnvalda um úrbætur í tannvernd barna á Íslandi.

„Við fögnum þessari niðurstöðu sem eflir okkur í því að halda áfram að standa vaktina þegar kemur að mannréttindum barna,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Tengdar fréttir:
Afhending undirskriftalista
Lögfesting barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Málþing Barnaheilla – Save the Children á Íslandi um tannvernd barna
Tilmæli Barnaheilla til yfirvalda um úrbætur í tannvernd barna á Íslandi
Undirskriftarsöfnun - tannheilsa íslenskra barna
Íslandsmet í tannburstun