Ný skýrsla um stöðu mæðra í heiminum 2004:

Kastljósinu beint að barnungum mæðrum um allan heim

Save the Children í Bandaríkjunum gefa árlega út ítarlega skýrslu um stöðu mæðra í heiminum. Í skýrslu þessa árs, sem er nýútkomin, er kastljósinu sérstaklega beint að barnungum mæðrum um allan heim. Þegar barnungar stúlkur eignast börn geta afleiðingarnar verið skelfilegar. Skýrslan sýnir fram á að lífslíkur barna sem eiga mæður á unglingsaldri eru helmingi minni en mæðra sem komnar eru yfir tvítugt, auk þess sem hærra hlutfall unglingsmæðra deyr úr barnsnauð. Jafnvel stúlkur sem komast í gegnum meðgönguna og fæða lifandi barn þurfa oft að glíma við heilsubrest og eiga litla möguleika á að bæta
félagsstöðu sína og lífskjör.

Kastljósinu beint að barnungum mæðrum um allan heim

Save the Children í Bandaríkjunum gefa árlega út ítarlega skýrslu um stöðu mæðra í heiminum. Í skýrslu þessa árs, sem er nýútkomin, er kastljósinu sérstaklega beint að barnungum mæðrum um allan heim. Þegar barnungar stúlkur eignast börn geta afleiðingarnar verið skelfilegar. Skýrslan sýnir fram á að lífslíkur barna sem eiga mæður á unglingsaldri eru helmingi minni en mæðra sem komnar eru yfir tvítugt, auk þess sem hærra hlutfall unglingsmæðra deyr úr barnsnauð. Jafnvel stúlkur sem komast í gegnum meðgönguna og fæða lifandi barn þurfa oft að glíma við heilsubrest og eiga litla möguleika á að bæta félagsstöðu sína og lífskjör.

Í skýrslunni 2004 er bent á að menntun stúlkna og fræðsla gegnir lykilhlutverki í að hjálpa stúlkum við að fresta giftingum og mæðrahlutverkinu þangað til þær eru bæði tilfinningalega og líkamlega tilbúnar til að eignast börn. Í skýrslunni eru einnig tilteknar áætlanir og
stefnumarkandi lausnir til að hjálpa barnungum mæðrum til þess að þær og börnin þeirra geti lifað af og dafnað. Af þeim 119 löndum þar sem hægt var að fá upplýsingar um þessi mál var staðan best í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Austurríki og Hollandi en langverst í Níger, Burkina Faso, Malí, Eþíópíu og Guineu-Bissau. Nægilegar upplýsingar fengust ekki frá Íslandi. Nánari upplýsingar og skýrsluna í heild sinni er að finna á vefsíðu Save the Children USA.