Ný stjórn Barnaheilla kjörin á aðalfundi Barnaheilla

Nýtt stjórnarfólk Barnaheilla, 
f.v. Eva Huld Ívarsdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Ólafur Aðalste…
Nýtt stjórnarfólk Barnaheilla,
f.v. Eva Huld Ívarsdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir, Ólafur Aðalsteinsson og Herdís Pála Pálsdóttir

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi fór fram í dag, þriðjudaginn 30. maí í sal Rithöfundasambands Íslands, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík.

Harpa Rut Hilmarsdóttir lét af störfum sem stjórnarformaður Barnaheilla eftir fimm ár sem stjórnarformaður og sex ára stjórnarstörf og eru henni þökkuð vel unnin störf í þágu samtakanna. Í hennar stað var Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir kjörin nýr stjórnarformaður til tveggja ára.

Fjórir nýir stjórnarmenn tóku sæti í stjórn samtakanna og voru kosnir til tveggja ára. Herdís Pála Pálsdóttir var kosin meðstjórnandi og Ólafur Aðalsteinsson, Anna Magnea Hreinsdóttir og Eva Huld Ívarsdóttir sem varamenn.

Úr stjórn gengu Brynja Dan Gunnarsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir, Funi Sigurðsson og Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir og er þeim kærlega þakkað fyrir vel unnin störf á undanförnum árum fyrir Barnaheill.

 

Harpa Rut Hilmarsdóttir, fráfarandi stjórnarformaður
og Berglind Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla. 

 

Stjórn Barnaheilla er þannig skipuð árið 2023:

Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, formaður

Bjarni Torfi Álfþórsson, varaformaður

Pétur Óli Gíslason, meðstjórnandi

Sólveig Rós Másdóttir, meðstjórnandi

Bergrún Íris Sævarsdóttir, meðstjórnandi

Herdís Pála Pálsdóttir, meðstjórnandi

Ólafur Aðalsteinsson, varamaður

Anna Magnea Hreinsdóttir, varamaður

Eva Huld Ívarsdóttir, varamaður