Ný stjórn Ungheilla

Aðalfundur Ungheilla, ungmennaráðs Barnaheilla - Save the Children á Íslandi var haldinn í gær, 9. maí. 

Ný stjórn Ungheilla var kosin. Í nýrri stjórn sitja: 

Formaður: Aníta Scheving
Varaformaður: Nína Sólveig
Gjaldkeri: Andrea Jónsdóttir
Margmiðlunarstjóri: Elsa Margrét
Meðstjórnendur:
Lilja Hrafnsdóttir, Elísabet María og Indriði Nökkvi
Áheyrnarfulltrúi: Katrín Anna

Ungmennaráð Barnaheilla er félagsskapur ungs fólks á aldrinum 13-25 ára. Hlutverk ungmennaráðsins er að hvetja ungt fólk til þátttöku, hafa áhrif á sitt samfélag og berjast fyrir mannréttindum barna. 
Markmið ungmennaráðsins eru:
  • Hvetja ungt fólk til þátttöku
  • Hafa áhrif á samfélag sitt
  • Berjast fyrir mannréttindum barna
  • Endurspegla sem flesta hópa samfélagsins og þar með skoðanir
  • Við berum virðingu fyrir öðrum og skoðunum þeirra, auk þess að bera virðingu fyrir sjálfum okkur.
  • Læra af öðrum og þekkingu þeirra.