Ný alþjóðamarkmið gætu bjargað 6.500 barnslífum daglega

Leiðtogar heims skrifuðu undir alþjóðlegan samning um þróunarmarkmið á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Af því tilefni hvöttu Barnaheill – Save the Children til þess að tryggt yrði að ekkert barn væri undanskilið þegar kæmi að heilbrigði, menntun, vernd og lífsafkomu.

Ný alþjóðleg markmið gætu bjargað 6.500 börnum daglega og hjálpað til við að enda mismunun í heilbrigðis- og menntamálum

Leiðtogar heims skrifuðu undir alþjóðlegan samning um þróunarmarkmið á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Af því tilefni hvöttu Barnaheill – Save the Children til þess að tryggt yrði að ekkert barn væri undanskilið þegar kæmi að heilbrigði, menntun, vernd og lífsafkomu.

Niðurstaða þingsins var að með því að styrkja heilbrigðiskerfi, útvega mæðrum og börnum heilbrigðisþjónustu án endurgjalds og auka fjölda þjálfaðra heilbrigðisstarfsmanna, mætti bjarga næstum 35 milljónum barnslífa í heiminum næstu 15 árin, eða um 6.500 lífum á degi hverjum.

Samningurinn byggir á Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2000. Í honum eru sett fram 17 alþjóðleg markmið fyrir árið 2030. Þar á meðal eru markmið um að útrýma sárafátækt, útvega börnum meiri gæðamenntun, útvega heilbrigðiskerfi fyrir alla, binda enda á hvers kyns ofbeldi gegn börnum, vannæringu og barnadauða af viðráðanlegum orsökum.

Þrátt fyrir að alþjóðleg átök til að enda barnadauða af viðráðanlegum orsökum hafi bjargað milljónum mannslífa frá því Þúsaldarmarkmiðin voru sett, á mikið misrétti sér stað innan ákveðinna landa, en tvær milljónir nýbura látast árlega á fyrst viku eftir fæðingu.

Á Indlandi, sem dæmi, hefur markverður árangur náðst, en árangur innan hvers 29 ríkja landsins er mjög mismunandi. Heilbrigði barna og mæðra hefur batnað í dreifbýli en þúsaldarmarkmiðum um barnadauða hefur ekki verið náð.

Gífurlegur árangur hefur náðst í menntamálum síðastliðin 15 ár. Fjöldi barna sem ekki er í skóla hefur fallið um næstum helming frá árinu 2000. Þó hefur ekki tekist að ná Þúsaldarmarkmiði 2 um grunnskólamenntun. Staðan er sú að 59 milljónir barna á grunnskólaaldri sækja ekki skóla og 100 milljónir til viðbótar klára ekki grunnmenntun.

Í Suður-Afríku, sem dæmi, tuttugu árum eftir sjálfstæði, eru 70% barna án menntunar vegna búsetu sinnar eða aðstæðna sem þau fæðast í, til dæmis börn sem eru föst í vítahring fátæktar. Aðeins helmingur barna í landinu sækir skóla til 18 ára aldurs.

Á sama tíma og tekist hefur að minnka bilið milli barna sem búa við alsnægtir og fátækt, hefur hægt á ferlinu frá árinu 2007.

Um 30 milljónir manna hafa sýnt stuðning við Action 2015 hreyfinguna, sem skipulagði fjöldafylkingu um allan heim