Nýburar í mikilli hættu á Fílabeinsströndinni

RS29924_20100320gg_STC_060-scrBarnaheill – Save the Children vara við því að líf hundruða nýbura og mæðra þeirra sé í hættu þar sem átökin á Fílabeinsströndinni þvinga barnshafandi konur til að fæða við skelfilegar aðstæður. Samtökin telja að a.m.k. 1350 barnshafandi konur og konur með börn á brjósti búi nú við þröngan kost og óviðunandi hreinlætisaðstöðu í stærstu flóttamannabúðum landsins í Duekoué, bæ í vestri þar sem meint fjöldamorð eiga að hafa átt sér stað.

RS29924_20100320gg_STC_060-scr
Ljósmyndari: Glenna Gordon

Barnaheill – Save the Children vara við því að líf hundruða nýbura og mæðra þeirra sé í hættu þar sem átökin á Fílabeinsströndinni þvinga barnshafandi konur til að fæða við skelfilegar aðstæður. Samtökin telja að a.m.k. 1350 barnshafandi konur og konur með börn á brjósti búi nú við þröngan kost og óviðunandi hreinlætisaðstöðu í stærstu flóttamannabúðum landsins í Duekoué, bæ í vestri þar sem meint fjöldamorð eiga að hafa átt sér stað.

Hreint vatn er af skornum skammti og konur eiga í erfiðleikum með að þrífa sig og nýfædd börn sín, bæði meðan á fæðingu stendur og eftir hana. Það eykur líkurnar á hættulegum sýkingum. Þær barnshafandi konur, sem geta fengið læknishjálp í búðunum, fæða í örsmáu herbergi og næðið er lítið. Veigalítil gardína skilur mæðurnar frá áhorfendum í biðstofu. Barnaheill – Save the Children hafa þó ekki síður áhyggjur af þeim mæðrum sem fara í gegnum sínar fæðingar einar í skítugum búðunum, án nokkurrar faglegrar hjálpar. Líf þeirra er í enn meiri hættu.

Stuðningur við barnshafandi konur og nýbura er hættulega lítill þar sem aðeins þrjár ljósmæður eru tiltækar fyrir 27 þúsund manns. Ljósmæðurnar standa í ströngu með þennan mikla fjölda sjúklinga og skort á sótthreinsuðum búnaði, s.s. hönskum og skærum. Engir sjúkrabílar eru tiltækir né neyðarbúnaður ef eitthvað fer úrskeiðis í fæðingunni. Jafnvel þótt sjúkrahúsin í helstu bæjum séu opin, eru heilbrigðisstarfsmenn of óttaslegnir við ferðalag um hættulega vegi til að ná þangað.

„Mæður eru að eiga börn sín í hrikalegumaðstæðum, fjarri heimilum sínum og fjölskyldu. Við óttumst að margar þeirra leiti sér ekki hjálpar og séu að fæða einar, án þess að hafa nokkra hjálp ef eitthvað fer úrskeiðis,“ segir Guy Cave, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Fílabeinsströndinni. „Fæðing við svo óheilnæmar aðstæður getur leitt til banvænna sýkinga sem geta dregið bæði móður og barn til dauða. Ef við aukum ekki umfang aðstoðar okkar og hjálpum þessum konum, munu margar mæður og börn þeirra deyja.“

Matarskortur í búðunum setur líf mæðra og nýbura í hæt