Nýtt merki ungmennaráðs Barnaheilla

Ungmennaráðið hélt merkjasamkeppni fyrr á árinu meðal 1. árs nema við Listaháskóla Íslands í grafískri hönnun.Ttilgangurinn var að auka sjálfstæði ráðsins og skapa sterkari ímynd.
Ungmennaráðið valdi merki Margrétar Aðalheiðar. Merkið notast við nafnið Ungheill, sem hún bjó til, en bæði nöfnin Ungheill og ungmennaráð Barnaheilla verða notuð.
Merkið sýnir vel tilgang ungmennaráðsins, það að börn og ungmenni fái að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á sitt samfélag. Einnig er gleðin einkennandi fyrir starf ráðsins sem sést vel í merkinu.
Við þökkum öllum þátttakendum og leiðbeinendum þeirra, Atla Hilmarssyni, aðjúnkt í hönnunar- og arkítektúrdeild, og Herði Lárussyni, kennara við sömu deild, kærlega fyrir að taka við þessu verkefni okkar í upphafi og vinna það af mikilli fagmennsku og gleði.

Herdís Ágústa Kristjánsdóttir Linnet 

Greinin birtist í Blaði Barnaheilla 2017.