Nýr formaður alþjóðasamtaka Barnaheilla

Alþjóðasamtök Barnaheilla (e. International Save the Children Alliance), hafa kjörið Peter Woicke sem nýjan stjórnarformann alþjóðasamtakanna.  Peter mun taka við af  Barry Clarke, sem hefur sinnt stjórnarformennsku síðastliðin sex ár. Peter hefur áralanga reynslu af stjórnendastarfi og forystuhlutverki úr viðskipta- og þróunargeiranum en frá 1999 – 2005 starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum (World Bank) og Alþjóðalánastofnuninni (IFC).

Alþjóðasamtök Barnaheilla (e. International Save the Children Alliance), hafa kjörið Peter Woicke sem nýjan stjórnarformann alþjóðasamtakanna.  Peter mun taka við af  Barry Clarke, sem hefur sinnt stjórnarformennsku síðastliðin sex ár. Peter hefur áralanga reynslu af stjórnendastarfi og forystuhlutverki úr viðskipta- og þróunargeiranum en frá 1999 – 2005 starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum (World Bank) og Alþjóðalánastofnuninni (IFC).

“Ég er mjög ánægður og tel það vera mikinn heiður að taka við stöðu formanns í samtökum eins og Barnaheill- Save the Children, sem hafa haft svo sterk áhrif á líf milljóna barna um allan heim. Í yfir 90 ára sögu samtakanna hafa þau sýnt fram á framúrskarandi árangur í meira en 120 löndum við að berjast gegn fátækt barna og sjúkdómum og að bjóða börnum gæðamenntun og vernd gegn ofbeldi. Ég er stoltur af að taka við stöðu formanns alþjóðasamtaka Barnaheilla.” segir Peter Woicke um formannskjörið.