Nýr framkvæmdastjóri alþjóðaskrifstofu Barnaheilla

Charlotte Petri GornitzkaAlþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children hafa nýlega ráðið Charlotte Petri Gornitzka í stöðu framkvæmdastjóra alþjóðaskrifstofu samtakanna. Charlotte er sænsk að uppruna og hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Barnaheilla í Svíþjóð.

Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children hafa nýlega ráðið Charlotte Petri Gornitzka í stöðu framkvæmdastjóra alþjóðaskrifstofu samtakanna. Charlotte er sænsk að uppruna og hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Barnaheilla í Svíþjóð.

Charlotte er spennt fyrir nýrri krefjandi stöðu, en hún mun leiða alþjóðastefnu samtakanna og samræma starf aðildarlandanna um allan heim.
,,Of mörg börn í heiminum í dag horfast í augu við skelfileg vandamál í daglegu lífi sínu, eins og sjúkdóma, átök, fátækt, ofbeldi og náttúruhamfarir.  Við hjá Alþjóðasamtökum Barnaheilla erum staðráðin í að gefa þessum börnum sterka og kraftmikla rödd og krefjast lausna í þessum málum.  Í yfir 90 ára sögu samtakanna hafa þau lagt áherslu á heilsu, menntun og neyðar- og þróunaraðstoð fyrir börn og ég er stolt af því að halda áfram á sömu braut í starfi mínu.” segir Charlotte.